Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 143
lfiUNNl
og skýring þeirra.
137
ef þessi persóna kæmist upp á pallborðið. Þvi gerði
Sally þessa persónu oft bæði daufa og dumba, er
hún var vakin, og kaus heldur að láta B IV eða
Bjánann, er hún nefndi svo, leika lausum hala.
Það var nú orðin álitleg fjölskylda, sem bjó í sama
búk. Fyrst var það nú Miss B. sjálf eða Engillinn,
þessi prúða og viðkvæma, en veiklaða stúlka, sem
var auðsveipnin sjálf og stundaði helzt bænir og
kirkjugöngur. Þá var það trallinn, Sally, sem altaf
var að erta og stríða, ýmist Englinum, sem hún svo
nefndi, eða Bjánanum. Svo var það Bjáninn (B IV),
sem var mesti harðjaxl, uppstökk og reiðigjörn og
vildi ekki láta troða sér um tær, þessvegna lika mjög
örðug viðfangs fyrir lækninn og aðra. Hún var og mjög
eigingjörn og vildi bola bæði Sally og Miss B. alveg
burt og jafnvel helzt drepa þær, svo að hún gæti
orðið ein um hituna. Og nú kom loks B II til skjal-
anna, raunar fyrst aðeins í dáleiðslu. Hún virlist
vera einskonar samruni úr B I og BIV, en þó líkari
B I, en bæði heilbrigðari og minnisbetri en liinar
báðar. Hún hafði felt niður óframfærni, viðkvæmni,
hugsæi og þunglyndi B I (Miss B.), og eins reiðigirni,
tortrygni, hörkuna og heiftina í BIV; þetta var jafn-
lynd stúlka, hrein og bein og blátt áfram, og þar eð
hún nú mundi alt, sem á dagana hafði drifið, bæði
fyrir B I og B IV, var ekki nema von, að maður héldi
það með Sally, að þetta væri hin upprunalega persóna;
en meinið var, að er hún vaknaði af dáleiðslunni,
varð hún ýmist að B I eða B IV eða hún vissi ekk-
firt, hvorki í þennan heim né annan.
Stundum komu líka fyrir fieiri persónur en þessar,
alt að sjö mismunandi persónum, en þessar persónur
voru þó ósköp fátæklegar og reikular. Og eftir einu
'ók dr. Prince. Pað var segin saga, að þegar Miss B.
var þreylt og illa á sig koinin, eða hún varð hrædd
eða komst i einhverja lamandi geðshræringu, þá urðu