Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 144
138
Svonefnd persónuskifti
l IÐUNN
persónurnar fleiri og persónuskiftin tíðari, með öðruni
orðum, Miss B. leystist æ því meir í sundur, því ver
sem hún var á sig komin, líkamlega og andlega. Og
hún hafði ástæðu til þessa, því að því fleiri sem
persónurnar urðu og persónuskiftin tíðari, í því meiri
vandræði komst hún og átti bágra og bágra með að átta
sig á öllu saman, þar eð hún sjaldnast mundi nokkuð
frá einum persónuskiftunum til annara.
Og sambúðin milli þessara mismunandi persóna
var ekki altaf nærri góð. B 1 og BIV höfðu hvor
sinn smekk, klæddust hvor upp á sinn hátt, völdu
sér hvor sinn mat, höfðu hvor sina kunningja; og
eins var með Sally, þegar hún kom fram sem skifti-
vitund. B I gat verið að klæða sig, þá varð hún alt
í einu að B IV, sem vildi klæða sig alt öðruvísi, eða
að Sally, sem faldi eða reif fötin fyrir báðum eða
skapaði þeim hinar og þessar sjónhverfingar. En
verst var þó, þegar ein persónan vaknaði við það
að vera að tala við mann, sem henni var bráð-
ókunnugur og henni var á móti skapi, en kunningi
einhverrar hinnar, og vita svo ekkert um, hvað verið
var að tala um stundinni áður, né hvernig á öllu
stóð. Og þegar nú »Bjáninn« og Sally fóru með
eignir og mannorð Miss B. alveg eins og þeim sjálf-
um sýndist, var von, þótt hún óskaði sig heldur
margdauða en að búa við þessar erjur og þessi
vandræði. I5ó kárnaði gamanið enn meir, er B IV
sagði Sally stríð á hendur og ætlaði að drepa hana.
Sally gerði henni þá alt til skapraunar, lét hana sjá
allskonar ofsjónir, leggja sig allsbera í ýnriiskonar
stellingar upp á kommóður og hingað og þangað, og
loks einu sinni sjá fæturna af sjálfri sér alblóðuga
fyrir framan sig. Þá kom B IV loks dauð-uppgeíin lil
læknisins og bað hann að hjálpa. En svo mjmduðu
þær BIV og B III (Sally) samsæri á móti B I og
lækninum, þótt B III (Sally) væri búin að lofa að