Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 145
ibunn1
og skýring peirra.
139
gefa sig upp á bátinn og láta loka aftur á sér aug-
unum og svæfa sig. Það varð síðasta skorpan. En
svo náði loks læknirinn, eftir 5 ár, tökum á öllu
saman og kom öllum þessum mismunandi persónum
eða persónuslitrum í eina heild.
Eins og þið munið var B II heillegasta persónan;
hún mundi bæði eftir B 1 og B IV, mundi með öðrum
orðum alla ævi Miss B., og þegar hún kom til skjal-
anna, var Sally eins og klemd á milli skjalda, komst
i öngþveiti, varð að engu, eins og hún sagði sjálf.
Henni (Sally) var þvi meinilla við B II og gerði alt,
sem hún gat, til þess að hún næði sér ekki niðri;
en þá sjaldan, að liún kom í ljós í dáleiðslunni, var
eins og Miss B. væri orðin alheil bæði á sál og
líkama. Hún fann ekki til neinnar þreytu eða neinna
kvala neinstaðar í líkamanum, sá ekki ofsjónir, fann
sig ekki knúða til hins og þessa og kendi sér eins-
kis meins, heldur var hún þvert á móti frísk, og
fjörug og alheilbrigð. En meinið var, að það var
ekki unt að vekja þessa persónu til lifsins, fyr en
seint og síðar meir. Og það var Sally að kenna, eins
og hún varð að kannast við um síðir. Hún varð
Oefnilega að hverfa, eins og hinar persónurnar báðar,
ef þessi persóna kæmi til skjalanna. Því hafði Sally
gert hana eins og daufdumba, þegar liún var vakin,
til þess að villa lækninum sýn. En nú var Sally
húin að fá nóg af lííinu í viðureigninni við B IV, og
hún lofaði nú að draga sig í hlé og lofa BII að
vakna. Og sjá — þegar það varð, þá var Miss B. á
samri stund komin til sjálfrar sín aftur, en bæði B I,
H III og B IV horfnar. Pegar þessi persóna vaknaði,
var hún spurð: »Hver eruð þér?« »Eg er ég sjálf.«
^Hvar er B 1?« »Eg er B I,« »Hvar er B IV?« »Ég
er B IV. Við erum allar sama persónan, en nú er ég
fyllilega k omin til sjálfrar mín.« Miss B. sundr-
aðist aftur um stund sumarið 1904. Og þá komu