Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 146
140
Svonefnd persónuskifti
| IÐUNN
allar persónurnar, líka Sally, aftur til skjalanna. En
þegar »skrúfurnar voru settar á« Sally í jan. 1905,
þá hvarf bæði hún og hinar persónurnar aftur og
B II — hin eiginlega Miss Beauchamp — kom þá
aftur í Ijós, og hefir haldist svo siðan. En altaf bólar
þó á hinum, ef eitthvað ber út af. —
Svona lýsir nú dr. Prince þessum persónuskiftum.
En hvernig á að skýra þau? Dr. Prince gerir litla
tilraun til þess og gefur að eins nokkur drög til
skýringar. En það, sem skýra þarf, eru upplök og
orsakir þessara persónuskifla, svo og, hvers eðlis
þau eru.
Andalrúarmenn kynnu nú að halda þeirri liand-
hægu skýringu fram, að ein sálin af annari hefði
hlaupið í Miss B. En likami manna og dýra er að
dómbærra manna áliti engin slík »sálarskjóða«, að
aðvífandi sálir geti hlaupið úr honum og í eftir eigin
vild, og ég fyrir mitt leyti get ekki felt mig við slíkar
»skýringar«. Alt taugakerfi manna og sálarlíf er mun
flóknara en svo, að slíkar yfirborðsskýringar nægi;
það verður að skýra slík fyrirbrigði bæði á lífi'ræði-
legan og sálfræðilegan hátt. En fyrst skulum við
nú spyrja að öðru: Voru persónur þær, sem komu í
Ijós hjá Miss B., raunverulegar persónur eða að eins
persónuslitur úr hinni upprunalegu persónu?
Enginn vafi getur leikið á því, að sú persóna, sem
læknirinn kyntist fyrst, B I (Engillinn), þessi vandaða,
en veiklaða stúlka, sem stundaði nám og gekk í
skóla og mundi alla ævi sína, alt nema það, sem
fyrir kom á spítalanum fyrir sex árum, var mjög
verulegur þáttur úr Miss B. sjálfri, þólt hann væri
veiklaður og vanheill. Ekki er heldur það að efa,
að B IV (Bjáninn), sem mundi alla ævi Miss B., og
eins það, sem fyrir kom á spítalanuiu, en ekkert
eftir það í ein sex ár, var annar þáttur úr persónu