Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 148
142
Svonefnd persónuskifti
| IÐUNN
sónurnar eða persónuslitrin, hafi verið miklu víð-
tækari en vitund hinnar heilbrigðu persónu, þar sem
hún hafði vitneskju um mest öll persónuslitrin og
sjálfa sig að auki.
í þessum orðum dr. Mc. Dougalls koma nú strax
hinir tveir skýringarmátar í ljós, sá lifi'ræðilegi og sál-
fræðilegi. Lífi'ræðilega er persónan skýrð með því, að
i heila mannsins myndist einskonar yfirstöð, er sam-
svari hinni raunverulegu persónu, tengi saman eða
hafi hemil á öllum öðrum stöðvum heilans; en ef stöð
þessa bresti mátt eða orku, fari aðrar stöðvar að
starfa samtímis og í blóra við hana og fari þá jafn-
framt að magnast og þroskast fyrir sjálfstarf sitt, en
af því leiði einmitt fyrst persónuklofning og síðar
persónuskifti eða skiftivitundir. Og svo fullyrðir dr.
Mc. Dougall, að einmitt í þessu falli hafi myndast
slik sjálfstæð stöð; en neðanmáls, að hér sé ekki
einungis um tvær hvatir, heldur um tvær mismunandi
persónur að ræða, þar sem önnur persónan myndi eins
konar »yfirvitund«, sem viti um allar hinar. Og telur
hannþetta einsdæmi. En flest erþetta skakt nemalíffræði-
lega skýringin og þessar 3 fullyrðingar um Sally rangar.
Byrjum fyrst á hinni sálfræðilegu skýringu á per-
sónuklofningi. Hún er einmitt á þá leið, að and-
stæðar hvatir berjast i brjósti manns, en svo takist
manni ef til vill að bæla aðra niður hjá sér, og hún
taki þá að starfa í blóra við hina. Þetta olli einmitt
fyrstu persónuskiftunum hjá Miss B. — Sally hefir, sem
betur fer, ritað ævisögu sína, áður en hún rann
saman við Miss B., og þar segir hún fullum fetum,
það sem Mc. Dougall virðist alls ekki hafa lekið
eftir, að hún hafi verið upprunalega sama persóna
og Miss B.: »Það var líka í þann tíma,« segir hún,
[þegar ég var ungbarnj »að ég var mín þess með-
vitandi, ekki beinlínis að vera annarleg persóna,
heldur að vera einbeittari í áformum mínum, ákveðn-