Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 149
IfiUNN]
og skýring peirra.
143
ari og ekki eins hykandi og ég virtist vera og verandi
að vissu leyti eins og í mótsögn við sjálfa migw1).
Þetta er illa lesið hjá dr. Mc. Dougall, þar sem við
hér höfum bæði orð sjálfrar Sally, svo og dr. Prince
fyrir því, að Sally og Miss B. hafi upprunalega verið
eitt, en klofningurinn hafi byrjað með hinu harða
uppeldi, sem hún fékk, þar sem áræðið og alt hið
heilbrigða og hrausta var bælt niður hjá henni, en hið
veiklaða og samvizkusama eðli Miss B. aðeins látið
njóta sín. Þetta voru í raun réttri upprunalega að
eins tvær tilhneigingar og hvatir, sem komu fram
hjá sömu veru; önnur var bæld niður og kúguð,
en hin fékk að njóta sín. Þar af leiddi persónuskiftin.
Einnig er það rangt hjá dr. Mc. Dougall, að hér
sé um tvennar tegundir persónuskifta að ræða. Hér
er að eins um stigmun að ræða og eitt leiðir af
öðru. Þegar aðalstöðin hefir ekki lengur orku til að
hafa hemil á undirstöðvum sinum, fara þær að starfa
sér á parti; en starfið eflir og æfir og fyrir það verða
þessar fyrverandi undirstöðvar að eins konar sér-
stöðvum og að siðustu að sjálfstæðum stöðvum, sem
jafnvel ná lökum á hinum stöðvunum. Þetta
heniur berlega i ljós hjá Sally. Fyrst kemur hún í
'jós að eins sem undirvitund, en þó nokkru síðar
sem skiftivitund, er hún hefir fengið vald á augunum
°g öllu sem þeim fylgdi, öllum sjónminningum Miss B.
Og mundi ekki þaðan stafa hin mikla vitneskja
hennar um hin önnur persónuslitur, t. d er hún sá,
hvað B IV hafðist að, en vissi ekki hug hennar, af
l)ví hún var nýkomin til sögunnar, en þekti aftur
allar minningar og hugsanir B I, hinnar gömlu veru?
1) The Dissociation etc., p. 372.: »It was at tliis time too that I was
f°nscious, not exactly of being a different person, but oí being stronger
!n Ptírpose, inore direct and unswerving tlian I appeared, and of being
n a certain sense opposed to myself.« Og neðanmáls bætir dr. Prince
10: ^Beginning of separation of%wo consciousnesses.«