Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 150
144
Svonefnd persónuskifti
| IÐUNS
Þá er það loks rangt hjá Mc. Dougail, að hin
víðtæka »samvitund« Sally sanni nokkuð um séreðli
hennar eða sé nokkurt einsdæmi. Flest öll þau per-
sónuskifti, sem menn hafa tekið eftir, hafa einmilt
verið þessa eðlis, að ein persónan vissi um aðrar,
en þær ekki um hana, samanber lýsingar Pierre
Janets á þessum persónuskiftum. Léonie III man
eftir Léonie II og I, auk sjálfrar sín, Léonie II að
eins eftir sjálfri sér og I, og Léonie I veit ekki nema
um sjálfa sig. En þegar Léonie verður alheil, nýtur
allra skynfæra sinna og skynsviða í einu, þá ganga
öll persónuslitrin upp í hina heilvita persónu.
Og hér keinur einmitt það sama fyrir, að Sallv
(B III) og hin persónuslitrin, B I og B IV, hverfa ein-
mitt að sama skapi og hin heilbrigða persóna keinur
i Ijós; þær ganga svo að segja upp í liana eins og
sinn andlega samnefnara. Pví óttaðist einmitt
Sally B II svo mjög, að hún fann, að hún mundi verða
að hverfa, er B II kæmi til skjalanna. En altaf bólar
þó aftur bæði á Sally og hinum persónuslitrunum,
þegar heilbrigða persónan tekur aftur að riðlasl ’
sundur, eins og stundum kom fyrir, eftir að Miss B*
var orðin heilbrigð.
Niðurstaðan verður því sú, að hér er ekki að
ræða um sjálfstæðar persónur, heldur um persónu-
slitur, og að liin »persónulega líking« Miss B. var á
þessa leið:
B I -f- B III -f- B IV = B II (Miss Beauchamp).
En nú munu menn spyrja: Hvað olli þessum per-
sónu-klofningi og persónuskiftum?
Til þessa er því að svara, að geðshræringarnai'
hafa ýmist sundrandi eða tengjandi áhrif á sálarlíf
vort. Það eru til svonefndar lamandi (astheniskar) og
stælandi (sthcniskar) tilíinningar. Lamandi tilfinning"
ar eru t. d. felmtur, skelkur, hræðsla og angist, sorg
og kvíði. Stælandi lilíinningar eru aftur á móti til"