Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 152
140
'Svonefnd persónuskifli
| IÐUNN
þegar því er að skifta, og leiða þá taugastrauminn
frá einni mænufrumu til annarar, frá einu heilabóli
til annars.1)
Nú er það tilgáta mín, að þelta eigi sér jafnan
stað við hinar örvandi tilfinningar og eins þegar ein-
hver löugun og viðleitni kemur upp í manni. En að
hinar lamandi tilfinningar, eins og t. d. hræðsla og
angist, svo og öll skyndileg áföll, svæfandi meðöl
eins og œther o. þvl., þreyta og svefn, hafi þau áhrif,
að taugagriplurnar eins og stirðni upp og nái ekki
lengur saman, heldur verði eins konar taugateppa
eða taugakreppa úr þessu, er getur haldisl um
skemri eða lengri tíma. En af þessu leiðir ekki sam-
band, heldur einmitt sundrungu og klofning eða sam-
bandsslit. Ef nú heil heilaból verða haldin af þessari
taugakreppu, eins og oft á sér stað í móðursýki, þá
fara þau að starfa út af fyrir sig, án þess að ná
sambandi við hin heilabólin, ýmist í líki svonefndrar
undirvitundar eða sem skiftivitundir. En undir eins
og með dáleiðslu eða á annan hátt er unt að koma
aftur á eðlilegu sambandi milli heilabólanna og fá
þau til að starfa í sameiningu eins og áður, þá kemst
alt í samt lag. í stuttu máli: taugateppan veldur per-
sónuklofningi, en taugatengslin því, að maðurinn
verður aftur heill og heilvita.2)
Ef vér nú beitum þessari skýringu við veikindi
Miss B., þá má skýra þau á þessa Ieið: Þegar Miss
B. sá manninn á glugganum, varð henni svo mikið
um, að taugarnar í einu eða fleiri heilabólum hennar
skruppu saman, þannig að griplur þeirra náðu ekki úr
því sambandi við önnur heilaból. Þá lagðist einn
þáttur sjálfsveru hennar (B IV) í dá og lá í því dái
um 6 ára skeið, þangað til hann í líkri geðshræringu
brauzt aftur upp á yfirborðið í júní 1699, en jafn-
1) Sbr. Almenna sálarfræði cftir Ágúst H. Bjarnason, bls. 5(i.
2> Sbr. Sidis: The Psychology of Suggestion, p. 212 o. v.