Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 154
1 iðunn
Bragaræða
flatt í sarnsæti ungra skálda og listamanna fyrir
Guðm. Friðjónsson frá Sandi
í Reykjavík 21. júni 1918.
Iværu bræður!
Eg hefi ekki verið jafn-lánssamur i lííinu og heið-
ursgesturinn, sem hérna situr, að eiga ljúfa og spak-
vitra ömmu á lííi, er ég gæli átt innhlaup til, þá er
ég var búinn að ganga niður úr sokkum og skóm á
eggjagrjóti lifsins. En ég átti fóstru — óbreytta al-
þýðukonu — sem var mér einkar hlý og góð og
margfróð á sína vísu. Og hún stytti mér marga
stundina með sögn og sögu, þulum og ljóðum. Hún
sagði mér söguna af Grámanni, er ég gat lilegið að.
Og hún sagði mér söguna af Gríshildi góðu, en lienni
gat ég tárast yfir. Og hún þuldi mér allan Vinaspegik
Jóhönnuraunir og margt, margt fleira. — En það var
þó sérstaklega ein suðræn saga, sem einhvern veginn
hafði ílækst til hennar, kerlingarhrósins, auðvitað öll
skekt og skæld — því að mörgu er logið á skenrri
leið en frá Grikklandi og alla leið til íslands — hún
festi sig i minni mínu og hana langaði mig til að
mega segja ykkur.
En af því að skáldið frá Sandi hefir nú innleitf
þann sið að hafa formála og eftirmála með ræðuin
sínum, þá gefið þér mér kannske líka leyfi til þessa.
Þegar ég virði fyrir mér þessa undarlegu, að suinu
leyti helvizku og sumu leyti guðdómlegu tilveru, sena
við lifum í, þá á ég, þrátt fyrir alt og alt, sem J
móti mælir, bágt með að trúa öðru en að baki
hennar búi einhverskonar alvera, er sé spök °o