Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 155
ifiUNN ] Á. H. B.: Bragaræða. 149
djúpúðug eins og útsærinn. Og ég get trúað því, að
aðalviðleitni þessarar miklu alheimsveru sé i því
fólgin að lyfta öllu upp til æðra og fegra lífs. Það
er og trúa mín, að þessi eilífi aflvaki í tilverunni,
þessi vitaðsgjafi, þessi undirsjór alls, sem er og
hrærist, fái aflar öldur til að rísa á haflleti tilver-
unnar, sumar stærri og sumar minni. Nokkrar af
þessum haföldum tilverunnar verða svo miklar og
fagrar, að þær verða að hvítfyssandi boðum og
braulryðjendum hinna minni og bera þær alla leið
til lands. Þessir boðar og braulryðjendur eru sendi-
hoðar hinnar huldu alveru og hafa þeir með flestum
þjóðum verið nefndir skáld, spekimenn og spámenn
kynslóðanna. Þeir hafa haft spákvistinn í hendi sér,
og hann hefir haft þann kyngikraft, að sögn, að
hann hefir ekki einungis breytt vatni í vín, heldur
hefir hann og breytt hégómanum og glysinu í hina
fiiestu konungsgersemi. Hann hefir meira að segja
gelað gerl hina auvirðilegustu skröksögu og kerlinga-
hók að dj'pstu og dýrmætustu speki; og hann hefir
oft geiið oss þann gullinþráð, er leiddi oss beint að
uppsprettum heilagra og áður hulinna lífslinda. En
þetta skilja að eins þeir, sem af andanum eru fæddir.
Og þetta geta að eins þeir, sem eru eins naskir og
Ouðmundur frá Sandi á að finna fágætið og féinætið
i næfrahúningnum. Jæja, þá er formálanum lokið.
Og nú kernur sagan.
Haukur hét konungsson, sem ættaður var úr
Oarðaríki, Græeíu eða Miklagarði. Einu sinni sem
oftar fór hann á skóg og sá feyskna, himingnæfa
e'k, sem komin var að falli. En konungsson fyltist
'fieðaumkun með þessum fagra, laufskrúðuga meiði,
sem yfirskygði alt, líkt og Askur Igdrasils, og riðaði
þó á rústum. Tók hann því að skjóta stoðum undir
e'kina og rétta hana við, þangað til að hún stóð