Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 157
ÍÖUNN]
Bragaræða.
151
Þá raknaði konungsson skyndilega við sér og þaut
á skóginn. En er þangað kom, fann hann hvergi
dísina, en heyrði hvíslað í hálfum hljóðum eins og
áður, en þó nú í angurværum álösunarrómi: —
»Haukur! Haukur! Hamingjustundin kom, og þú
sintir henni ekki. Og nú er hún liðin hjá! Aldrei
má ég birtast þér á ný. Ég sendi þér hunangsfluguna
og þú sintir henni ekki. Eg lél hana stinga þig eins
og samvizkubitið, og samt raknaðir þú ekki við þér.
Haukur! Haukur! Hamingjustundin er liðin hjá!«
Þá er konungsson heyrði þetta, barði hann sér á
brjóst og barmaði sér og bað dísina um að sjá
aumur á sér, þótt ekki væri nema í þetta eina sinn.
En hún sagði, sem var, að hún væri í álögum og
ekki gæti hún sjálf létt álögunuin af sér. Hann hefði
getað leysl hana úr þeim, en hefði vanrækt það, og
nú væri einskis að vænta framar. Gjálífi hans hefði
"varnað því, að hann fyndi hamingju sína, og nú
vaeri hún týnd og tröllum gefin.
»Haukur! Haukur! Haukur konungsson!«
Á þessa leið var sagan, sem fóstra mín gamla sagði
TOér, og hún hefir verið mér gott veganesti í lífinu.
— En nú kemur eftirmálinn.
Ég átti að tala uin skáldskapinn og skáldin. En
hvað kemur þessi saga því við? Jú; — hún kennir
oss það fyrst og fremsl, að skáldin verða að fyllast
samúð með því, sem þau ætla að gera sér að yrkis-
ofni, rétt eins og Haukur fyltist meðaumkun með
hinni hrörnandi eik, er hann tók að liressa hana við.
Einmitt samúðar-þelið opnar manni innsýn í hlut-
lna, svo að maður sér »sál« þeirra og insta eðli,
ems og Haukur, er hann sá hina undurfögru viðar-
(hs. En þá fer maður líka að fá ást á yrkisefninu,
ná tökum á því og yfirskyggja það af allri sálu
Slnni og öllu sínu hjarta. Ein — æskan er gjálíf og