Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 159
IÐUNN] Bragaræða. 153
Þér ungu menn eða ungi maður — ég hugsa helzt
að hann sé ekki nema einn eða þá sárafáir, því að
margir eru kallaðir, en fáir útvaldir —, þér sem
finnið hjá yður köllun til að verða skáld, spekimenn
og spámenn hins nýja tíma — þér sem viljið verða
boðberar guðs á jörðu — fyllist heilagri vandvirkni
og vandlætingu yfir — sjálfum yður! Flýtið yður ekki
að láta prenta óburði yðar í blöðum og timaritum
eða að færa í letur bláreykina úr yðar eigin sál. Úr
því verður vísast tóm hveragufa, en enginn skáld-
skapur. En bíðið þess, að þungi yðar verði svo
mikill, að þér fáið hann naumast afborið; bíðið þess,
að þér fyllist heilagri hrifningu og fæðið listaverkið
fullburða og fullþroska úr sál yðar. Hræðist ekki,
þótt fæðingarhríðirnar verði langar og strangar; en
látið yður að eins um það hugað, að það verði
fagurt og göfugt, sem þér gefið heiminum.
Þvi að listin á að réttu lagi að lyfla líiinu, fegra
það og göfga. Hún á að vera einskonar opinberun
helgra dóma. Því megum vér ekki fara um hana
gjálífum höndum eða glæpsamlegum.
Og enn eitt: — Munið það, að aðeins hið æðsta
og bezta lifir og heldur velli. Hitt alt stej'pist fyr
eða síðar fyrir ætternisslapann, dettur í gleymsku og
dá. Þetta er lögmál lífsins. Því að lífið sjálft og til-
veran er síbrennandi hreinsunareldur, sem eyðir öllu
hisminu, öllu því, sem ilt er og einskisvirði, bræðir
sorann úr silfrinu og gullinu, skírir það, göfgar það
og fegrar. Og komandi kynslóðir nema það eitt úr
arlleifð feðra sinna, er þeim þykir verðmæt eign og
fágæt.
Þvi segi ég: — Gætið þess, þér skáld, spekimenn
°g spámenn hins nýja tíma, að gefa heiminum að
eins það bezta, hið allra bezta, er þér getið honum
i té látið. Það eitt hefir nokkra von um að lifa. Og
bað mun lifa!