Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 160
154
Ritsjá.
[IÐUNN
En það ber vel að vanda, sem lengi á að standa.
Og því skuluð þér gefa yður góðar stundir til iðna.
Yðar skál! Á. H. B.
Ritsjá.
Islandica, XI: The periodical í.iterature of Iceland
down to the year 1874. By Halldór Iíermaimsson.
Hér ritar hinn góðkunni landi vor vestanhafs, Halldór
Hermannsson bókavörður við Fiske-safnið við Cornell há-
skóla sögu tíniarita vorra frá því, er Magnús gamli Ketils-
son tók að gefa út Isl. Maanedstidende á dönsku 1773 og
fram til þjóðhátíðarársins 1874. Kennir þar margra grasa,
enda flest tímarit okkar orðið skammlif. En þar má lesa
sögu Ármanns á Alþingi, Skírnis, Nýrra Félagsrita, Tíma-
rits Bókm.félagsins og annara rita, er hafa hafl mest áhrif
á þjóðhagi og menningu vor Islendinga. Ritið er réttort
og skemtilega skrifað með titilblöðum hel/.tu tímaritanna
og myndum af ritstjórum þeirra og útgefendum. Par er
fyrstu »Iðunnar« getið, en liún var eins og kunnugt er
stofnuð af séra Sigurði Gunnarssyni á Hallormsstað árið
1860 og hefir aldrei orðið aldauða síðan, þótt hún hati
legið niðri öðru hvoru um jafnvel tugi ára. Er þessi árg.,
sem nú er að byrja í raun réttri 13. árg. hennar. — Margt
gott hefir nú þegar birzt af hálfu Halldórs bókavarðar og
er gott til þess að vita að eiga þar ágætan bókavörð í
vændum, ef þeir tímar kæmu, að Candsbókasafni íslands
yrði einhvern tíma sæmilegur gaumur gefinn og Halldór
kynni að vilja vitja aftur fósturjarðarinnar og setjast hér að.
Skrá um handritasafn Landsbókasafnsins. Eftir
Púl Eggerl Ólason, Rvík 1918. I, 1.
Annað ágætt bókavarðarefni eða landsskjalavarðar eig-
um vér, þar sem Páll E. Ólason er. Hefir hann hér byrjað