Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 161
IfiUNN]
Ritsjá.
155
á þvi þarfaverki að semja skrá vfir liandritasafn Lands-
bókasafnsins, er legið liefir nú um tugi ára sem fólginn
fjársjóður í hillum safnsins, ónotað af flestum, af því að
skrárnar, sem til voru yfir það, voru ótækar. En hér er
nú farið að smíða lykilinn að því safni og smiðurinn til-
valinn fyrir nákvæmni sína og þekkingu á höfundum, rit-
höndum þeirra og handritum. Pegar þessi skrá, sem nú er
að byrja, er öll komin, má segja, að alþjóð hafi fengið
grciðan og glöggan aðgang að öllu þvi, sem tii er á safn-
inu í liandritum, en það er meira og margvislegra en
margan grunar og ýmislegan fróðleik þar að finna.
Skýrsla um hið ísl. náttúrufræðisfél., árin 1917—18.
Skýrslu þessari fvlgja nú tvær merkar ritgerðir: Flóru-
aukar, setn er viðbót við Íslands-Flóru, eftir Stefán
skólameistara Stefánsson, bls. 27—44, og Sæ-lindýr við
ísland eftir Guðm. G. Bárðarson, hls. 45—75. Er það
fyllsta og fullkomnasta lýsing, sem til er, á skeldýraríki
íslands, llokkuðu í ílokka, hópa, smáhópa, deildir og teg-
undir; og er undravert, hæði hversu fjölskrúðugt það er,
og hversu höf. helir tekist að gefa hverri ætt og tegund
fögur og smellin 'ísl. heiti, þar seni nöfnin voru ekki til
áður i málinu. — Menn ættu að muna eftir Náttúrufræðis-
félaginu og styrkja það eftir mætti. A. H. B.
Bjarni Sœmundsson: Bidrag til Kundskaben om Is-
•ands polychæte Börstorme. (Annulata polychæta Is-
landiæ). (\ridensk. Meddel. fra den nalurhist. Foren. i Kbh.
Bind 09. 1918. Bag. 165—241).
Bjarni kennari Sæmundsson hefir síðustu 20 ár, í hjá-
Verkum frá kenslustörfum við Mentaskólann, verið sístarf-
andi að rannsóknum á sædýralífinu hér við land og hafa
Þau störf þegar borið mikinn árangur í vísindalegu tilliti
og stórum aukið þekkinguna á dýraríki landsins.
Rit það, sem nefnt er hér að ofan, og út kom árið sem
lcið, fjallar um hurstorma er i sjó lifa (Polychæta) og fund-
‘st hafa hér við land (á meðal þeirra eru tcgundir sem
alþýða manna þekkir vel og hafa fengið íslenzk heiti, t. d.
ijörumaðkur, maðkamóðir, skeri, flæðarmús o. s. frv.);