Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 162
156
Ritsjá.
| ÍÐUNN
önnur deild burstormanna (Oligochæta) lifir nær eingöngu
á landi og i fersku vatni (t. d. ánamaðkur).
íslendingar hafa ekkert fengist við rannsóknir á þessum
dýrallokki, síðan þeir félagar Eggert Ólafsson og Bjarni
Pálsson voru uj)pi, en þeir nefna í ferðabók sinni 11 burst-
ormalegundir islenzkar. Siðan hafa ýmsir útlendir náttúru-
fræðingar fengið til rannsókna l)urstorma héðan og getið
þeirra í ritum sinum. Pannig nefnir N. Mohr (1780) héðan
18 tegundir. Pýzkur dýrafræðingur, C. Bergmann, safnaði
hér 1846 18 teg. (nefndar af Leuchart 1849). A. J. Malmgren,
sænskur dýrafræðingur, telur 43 tegundir héðan (1865 og
1867); margt af þeim tegundum hal'ði hinn nafnkunni sænski
jarðfræðingur O. Torell safnað á rannsóknarl'erð sinni
hingað til lands 1857. P. 'l'auber, danskur maður, telur
héðan 47 burstormategundir úr sæ (1879). Ilinn nafnkunni
aorski læknir og dýrafræðingur G. Armauer Hansen (sá
er fann holdsveikisgerilinn) telur héðan 32 tegundir (1882)
og danskur dýrafræðingur, M. B. Levinsen, telur liéðan 71
tegund sæ-burstorma (1882—83).
Svo kemur Bjarni Sæmundsson lil sögunnar. Hann hefir
safnað afarmiklu af slíkum ormum hér við land á fiski-
rannsóknarferðum sínum siðustu áratugi og fengið ýmis-
legt af því tægi til Náttúrugrij>asafnsins frá einstöku mönn-
um hér á landi. Nú tók Bjarni sér fyrir hendur að rann-
saka söfn þessi, raða þeim og ákveða legundirnar; auk þess
fékk hann í hendur til rannsókna og ákvörðunar það sem
til var af ísl. hurstormum á dýrasafninu í Kaujmi.höfn. -—
I ritgerð þeirri, er hér um ræðir, hefir hann birt árangur-
inn af þessum rannsóknum sínum. Eru þar taldar 132
burstormategundir íslenzkar, sem nú eru kunnar, og fundist
hafa á ýmsu dýpi alt frá fjörum niður að 400 m. dýpi, og
auk þess 5 tegundir sem fundist hafa á nokkuð meira dýpi-
Hafa þannig bæzt við 64 tegundir, er eigi liafa fundist hér
við land áður; þar af eru tvær teg. nýjar fyrir vísindin, er
B. liefir skírt: Grubeosyllis Johnsonii (heitir í höfuðið á
dr. Helga Jónssyni, er l'ann hana fyrstur) og Mellina island-
ica. — Við hverja tegund er getið um fundarstaðina og
dýjiið, þar sem þær eru fundnar, getið um stærð teg. o. fl-
Peir einir, sem fengist hafa við vísindaleg ritstörf og
rannsóknir af liku tægi og þessi ritgerð er, geta rent grun