Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Blaðsíða 6

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Blaðsíða 6
84 Magnús Jónsson: IÐUNN Aþenumenn eignast og auðgað líf vort með, en ekkert jafnast þó á við þessar launhelgar, sem ummynda oss frá grófgerðu og grimmu eðli voru. Og vissulega lítum vér í launhelgunum sjálft insta eðli lífsins, og lærum bæði að lifa vel og deyja vonglaðir«. I þennan sama streng taka allir rithöfundar, sem á launhelgarnar minn- ast og lúka upp einum munni um það, að engin há- tíðasamkoma eða guðsþjónusta hafi getað jafnast við launhelgarnar í Elevsis. Engar lýsingar geta í raun réttri gefið neina verulega mynd af þeim glæsilegu og áhrifamiklu athöfnum sem fram fóru. En máttur þessara athafna kemur fram í því, að þær gátu haldið tignarsæti sínu nokkurnveginn ómót- mælt í fullar 9 aldir að minsta kosti, og voru allan þann tíma æðsta fullkomnun trúarbragðanna. Þegar laun- helgarnar voru fluttar til Rómaborgar að hvötum Hadrí- ans keisara (117—138) komust þær brátt í niðurlæg- ingu þar. Svall og ósiðir héldu innreið sína; menn skildu ekki insta eðli þeirra og þær urðu kraftlausar. ]úlían fráhverfingur (361—363) reyndi að blása lífi í þær, til þess að vinna móti kristninni, en það tókst ekki. And- inn var úr þeim horfinn. Saga þeirra var á enda. III. Launhelgarnar í Elevsis voru haldnar á ári hverju lengst af. Því sem þar fór fram var haldið afar leyndu, og enginn glæpur þótti ægilegri en sá, að ljósta því upp, sem þar gerðist. En samt sem áður hefir fræðimönnum tekist að snefla upp furðu margt um þær, og auðvit- að var margt sem fram fór opinberlega og öllum var kunnugt. Launhelgarnar voru í tveim þáttum, er nefndir voru óæðri launhelgarnar og æðri. Sagan hermir að óæðri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.