Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Blaðsíða 51
IÐUNN ]afnaðarstefnan og kvenréttindamálið. 129
þýðlegt sem framast má. Allir þessi montnu piltar, sem
eru svo státnir og skreyta sig með gullhringum og ger-
semum, verða að aðhlátri. Þeir sem eru gamlir og fá-
tækir segja blátt áfram við þá: Stiltu þig gæðingur! Eg
er eldri en þú og á að ganga á undan. Þegar eg hefi
fengið nægju mína, þá getur þú komið á eftir!
Blefaryx: En hvernig fer þetta? Ef allir lifa á þennan
hátt, hvernig getur þá nokkur maður þekt sín eigin
börn og fundið þau í öllum barnahópnum?
Praxagóra: Hvað á hann að gera með að þekkja
þau? Öll börnin skoða alla feður sína, sem komnir eru
á þann aldur, að þeir gætu verið feður þeirra.
Blefaryx: Þetta fer líklega svo leiðis, að allir ung-
lingarnir standa uppi í hárinu á gömlu mönnunum og
berja þá ef til vill, því enginn veit með vissu hver faðir
hans er. Því ekki það! Þegar enginn þekkir föður sinn,
þá er von að þeir sparki í þá.
Praxagóra: Þvert á móti! Ef einhver annar væri við-
staddur myndi hann fljótlega taka í taumana og hindra
slíkt ofbeldi. Nú hugsar að vísu enginn um það þó
annar sé barinn, en þegar breytingin er komin á, þá
þorir enginn að misþyrma öðrum, því enginn veit nema
sá sé faðir hans sem í hlut á.
Blefaryx: Þetta getur nú verið gott að sumu leyti, en
þá kallar hann Epikúrus minn ekki aðeins mig pabba
heldur líka aðra menn, og það þætti mér afleitt.
Praxagóra: Margt gæti nú viljað til sem verra væri.
B/efaryx: Hvað skyldi það vera?
Praxagóra: Til dæmis ef hann Aristyllus vildi kyssa
big og segði að þú værir faðir sinn.
Blefaryx: Eg gæfi honum beinlínis á kjaftinn. — —
En meðal annara orða: Hver á að rækta jörðina?
Iöunn IX.
9