Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Blaðsíða 10
88
Magnús ]ónsson:
IÐUNN
göngu. Vita menn dæmi þess að menn voru settir í
fjötra og fangelsi fyrir að nefna nöfn hofgoða og
hofgyðju.
Næstur hofgoðanum og hofgyðjunni var blysberinn,
sem tekinn var af ætt Keryx. Hann bar einnig skarlats-
kyrtil og myrtusveig og gátu bæði karlar og konur verið
blysberar. Framan af var hann ekki nefndur með nafni.
Gekk hann hofgoða og hofgyðju til handa við vígsl-
urnar og sat æfilangt í embætti.
Þá var hinn helgi kallari eða sendiboði, er var vígð-
ur sendiguðnum Hermes. Var hann af ætt Keryx og
bar skarlasskyrtil og myrtusveig. Allir þessir embættis-
menn fengu æðstu vígslu.
Þá kom sægur helgiþjóna æðri og lægri, líkneskis-
verðir, merkisberar, hreinsarar, friðstjórar, eldberar, píp-
arar o. s. frv., o. s. frv. Þá var enn fjöldi lægri þjóna
kallaðir einu nafni hunangsflugur, líklega vegna þess að
hunangsflugur voru helgaðar Demeter.
Allra ytri stjórn launhelganna, höfðu veraldlegir em-
bættismenn Aþenu, og þeir ekki valdir af verri endan-
um. Æðsti maðurinn, hinn konunglegi fursti eða »arkón«,
var þar sjálfur yfirmaður. Áttu þeir að sjá um að alt
færi með röð og reglu og hvergi væri brugðið út af
settum reglum. Vfirleitt tóku launhelgarnar í Elevsis
alla krafta ríkisins í þjónustu sína, andlega og verald-
lega meðan á þeim stóð. Alt annað lá niðri á meðan.
III.
Launhelgarnar æðri stóðu yfir í 9 eða 10 daga. Ekki
vita menn alveg með vissu hvað fram fór á hverjum
degi, en hér verður frá því skýrt eftir því sem næst
verður komist.
Fyrsti dagur: Allir þeir, sem vígst höfðu til óæðri