Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Blaðsíða 21
IÐUNN
Launhelgarnar í Eleusis.
99
ágætismönnum, sem fyr, samtímis og síðar gengu þessa
sömu braut.
Sennilegt er, að engin föst og ákveðin kenning hafi
fylgt launhelgunum, heldur hafi þær frekar fylgt kenn-
ingunni eins og hún var á þeim og þeim tíma. Þær
töluðu til tilfinninga og vilja, en hugsunin mátti vera
eins og hún gat best samrýmst eðli hvers eins. T. d.
þykir ekki efi á, að bæði eingyðistrú og trú á annað
líf, hafi átt sér mikinn styrk í launhelgunum í Elevsis,
en hvorugt mun þó hafa verið þaðan komið, heldur frá
heimspeki og trúarbrögðum. En það varð fyrst almenn-
ings eign, frjósamt og kröftugt, þegar það komst í sam-
band við tilfinninga og viljaáhrif launhelganna.
Sumir halda að launhelgarnar í Elevsis hafi beinlínis
unnið á móti gömlu goðatrúnni. Þar hafi verið kent, að
goðin hafi aðeins verið miklir menn og ágætir, en guð
væri enginn til nema -hinn mikli, æðsti, eini höfundur
alls. En af því að þetta gat haft.ill áhrif ef það hefði
komist út til allra, þá hafi þessi sannleikur verið lokað-
ur inni í »mysteríum«, launhelgum, lokaður innan ákveð-
ins flokks manna, sem óhætt var að trúa fyrir þessu.
Hvað sem um það er, þá er það víst, að launhelgarnar
geymdu alt það, sem lífskraft átti í hinum fornu trúar-
brögðum og heimspeki og þær voru eina aflið, sem
nokkurs gætti þegar hin mikla hreyfing austan að, krist-
indómurinn, tók að leggja undir sig heiminn. Hann varð
þeim að aldurtila, en þó alls ekki svo, að hann yrði
ekki fyrir áhrifum af þeim. Aftur á móti var hann al-
veg ósnortinn af hinum gömlu goðatrúarbrögðum Grikkja
og Rómverja. I hæsta lagi að hann gæti viðurkent, að
þeir Seifur og hans félagar væru illir púkar, sem betra
væri að vara sig á.
Magnús Jónsson.