Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Blaðsíða 28
106
Thora Friðriksson:
IÐUNN
Og þó að nú allir pólitískir flokkar á Frakklandi
oigni sér hann, þá er það sem skáld og rithöfundur,
er hann mun lifa í minningu þjóðarinnar, en ekki sem
stjórnmálamaður, enda hefir hann aldrei setið á þingi
eða verið við stjórn riðinn eins og mörg önnur stórskáld
Frakka t. a. m. Chateaubriand og Lamartine.
Maður, sem var eins hrifinn af fornöldinni og Anatole
France og sem hafði svo opið auga fyrir sögulegum
sannleika var í rauninni undir það búinn að verða aft-
urhaldsmaður. En Dreyfusmálið (árið 1898) breytti al-
gerlega skoðunum hans og stefnu í stjórnmálum og hann
lenti í fanginu á jafnaðarmannahöfðingjanum Jaurés.
Mælska Jaurés hreif hann eins og marga aðra, án þess
þó að deyða dómgreind hans, og að hann ekki hafi
verið stjórnarbyltingarmaður sést vel á bók, sem hann gaf
út 1910: „Les Dieux ont soif“ (Guðirnir eru þyrstir).
Bókin er napurt háð um helstu menn stjórnarbyltingar-
innar miklu.
Því ber nú samt ekki að neita, að kenningar jafn-
aðarmanna breyttu ýmislegu í fari Anatole France, gerðu
gletnina að beisku háði, efasemina að afneitun og
leiddu þjóðfélagsfræðinginn inn á hinar hálu brautir,
sem á efri árum hans sýndust nálga hann hyldýpi
kommúnismans. Kommúnistablaðið »l’Humanité« skýrir
nú samt í tilefni af andláti hans frá því hreinskilnislega,
að skáldið hafi ekki fylt hóp þeirra félaga — en samt
fylgja kommúnistar með rauðum fánum kistu hans til
moldar í dag.
Eins og fyr er sagt tók Anatole France ekki bein-
línis þátt í stjórnmálum, en bækur hans fjölluðu oft um
stjórnmálastefnur. t. d. í söguflokknum: l’Histoire con-