Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Blaðsíða 18
96
Magnús Jónsson:
IÐUNN
kunnugt er, fyrir margvíslegum getsökum út af því að
þeir komu saman á næturþeli framan af, meðan þeir
áttu hvergi friðland, og neyttu þar »holds og blóðs
Drottins*.
Kornaxið var talið helgast allra helgra dóma í laun-
helgunum í Elevsis, en hvað það eiginlega merkti er
ekki unt að segja. Upphaflega mun það hafa staðið í
sambandi við það, að Demeter og Dionysios voru guð-
dómar er stjórnuðu gróða jarðar, en á blómatíma laun-
helganna hefir það vafalaust haft aðra og miklu háleit-
ari táknlega merkingu.
Annars munu margar athafnir hafa farið fram, og
meðal annars það, að mega sjá og hafa hönd á hinum
helgu dómum. A það bendir þessi klausa: »Eg hef
fastað, eg hef drukkið af hinum helga miði, eg hef tekið
upp úr hinni helgu kistu og snert á og látið það aftur
í hólfið. Eg tók það aftur úr hólfinu og lét það aftur í
kistuna«. Þó að þessi klausa sé nokkuð löng, þá sýnist
svo sem hún hafi verið umgangsorð þriðja stigsins.
Hafði hofgoðinn hana upp fyrir innsækjendunum þar til
þeir kunnu hana.
Að athöfninni lokinni settust hinir nývígðu »epopte«
á sætin í kring og horfðu á ýmsar athafnir, sem prest-
arnir framkvæmdu. Daginn eftir var fastað og að föst-
unni lokinni var neytt hins helga mjaðar og heilags
brauðs.
Rithöfundar þeir, sem vígslurnar höfðu tekið, lýsa
þeim sumir, en þá jafnan með mjög óákveðnum orðum
eins og eðlilegt er. Sumir tala um 5 stig, og Plató kvað
segja, að þau svari til hinna 5 vísindagreina, tölvísi,
flatarmálsfræði, rúmmálsfræði, sönglistar og stjörnufræði.
Gjald var greitt fyrir upptökuna, 15 drökmur eða um