Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Blaðsíða 82
160
Jón Björnsson: Kéli.
IÐUNN
aftan við bátinn. Þar var Kéla að skjóta upp. Eg stóð
með ár í höndunum, tilbúinn að rétta hana þangað,
sem bólaði á Kéla. Hann náði í hana og hafði nærri
kipt mér útbyrðis, svo karlmannlega þreif hann til
hennar.
Þegar hann hafði náð höndum í keip bátsins og skyrpt
mesta sjónum, spurði hann:
— Er það G«iri?
Eg sagði það vera.
— Hvað gerði Stína, þegar eg sökk?
— Hún hneig hágrátandi niður á þilfarið, maður!
— Það var afbragð! Þá hefir hún orðið nægilega
skelkuð. Nú er hún mín! Þetta þurfti hún!
Að svo mæltu sveiflaði Kéli sér upp í bátinn og við
rérum að skipinu.
Eg ætla ekki að lýsa viðtökum Kristínar. Mér sýndist
hún ætla að éta Kéla. Og eg var ekki óhræddur um,
að hann mundi kremja hana sundur, svo áköf voru
faðmlög hans. En mér fanst þetta eðlilegt og sjálfsagt.
Kéli fylgdi Stínu heim. Hann sagði mér síðar, að
hún hefði verið sér blíðari en besta móðir, og að þau
ætluðu að gifta sig daginn eftir. Hann vildi ekki eiga
það á hættu, að þurfa að gera Stínu jafn hrædda aftur.
Daginn eftir voru þau orðin hjón. Og það þarf ekki
að taka það fram, að Kéli var í sjöunda himni. Og
eg veit ekki til, að hann hafi nokkurn tíma þurft að
»að gera Stínu hrædda« til þess að njóta hjónabands-
sælunnar. Jón Björnsson.
Leiðréttingar. í sögu Einars Þorkelssonar «Strútur« í síðasta hefti Iðunnar
Uomust því miour nokkrar prentvillur, sem leiðréttast hér: Ðls. 66, 13. 1. a. o. nefndur
les: nefndir. Bls. 66, 20. 1. a. o. Ondverðarnessbjargs les: Ondverðanessbjargs.
Bls. 66, 23. 1. a. o. hamarinn les: hamrarimi. Bls. 67, 22. 1. a. o. auðnan les:
auðna. Bls. 67, 26. 1. a. o. annaðhvort les: annaðhvert. Bls. 68, 23. 1. a. o. til
les: lit. Bls. 70, 19. 1, a. o. níðdimmur les: niðdimmur.