Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Blaðsíða 37
IÐUNN
íslenzk Y°Sa-
115
nýtt gildi í mínum augum, þegar það kemur í ljós, að
aðrar þjóðir hafa fundið svipaða hluti eftir öðrum leið-
um. En um fram alt vildi eg þó láta þetta vera áminn-
ing til íslendinga sjálfra, að varpa ekki frá sér að van-
hugsuðu máli neinu af sínum gömlu þjóðsiðum, sem
oft geyma verðmæti, sem kynslóð eftir kynslóð hefur
notið, án þess að gera sér grein fyrir því. Sumt af því,
sem eg flyt hér fram, getur litið út sem gaman, en því
fylgir mikil alvara. Börnum er það eðlilegast að haga
svo leikum sínum, að þeir verði þjálfun fyrir lífið. Þau
elska áreynsluna. En leikur bæjarbarna verður oft undir
stjórn fullorðna fólksins heimskandi hringsól, sem gerir
þau hviklynd og svallgjörn.
Djúpur andardráttur er undirstaða margra hluta. Heilt
brjóst er einn mesti þáttur góðrar heilsu, en flestar skemd-
ir í brjósti byrja í lungnabroddum, þar sem hinn venjulegi
yfirborðs-andardráttur nær ekki til. En að anda djúpt er
meira en heilsufarsatriði. Það er skilyrði rósemdar, still-
ingar og einlægrar hugsunar. Enginn maður getur t. d.
hugsað ærlega hugsun meðan hann gengur upp og nið-
ur af mæði og hjartað berst í ákafa. Margt ilt hefur
verið sagt um lífstykkin fyrir áhrif þeirra á heilsuna.
Hins er alt of sjaldan minzt, að viðbeinsandardráttur
kvenna, sem er bein afleiðing þröngra lífstykkja, gerir
þær bæði vanstiltari í geði og grunnfærari í hugsun en
þær eru af guði gerðar.
Andardráttaræfingar eru fyrstu æfingar í andlegri
tamningu Indverja og austrænna lærisveina þeirra. Er
of langt mál að lýsa þeim nánar, enda nóg að minna á
aðaltakmarkið: djúpan andardrátt, vald yfir öndunarfær-
unum og styrking þeirra.
í skemtunum Ólafs Davíðssonar er heill þáttur, sem
hann nefnir lotulengdarkapp. Alkunnugt dæmi þess er