Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Blaðsíða 16

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Blaðsíða 16
94 Magnús Jónsson. IÐUNN innsækjendanna og þeir leiddir þannig inn í musterið. Voru þeir krýndir myrtusveig og hófst athöfnin með bæna- söng, fórnfæringum og margvíslegum hreinsunarsiðum. Alt þetta fór fram í forsal hofsins. Kom svo kallarinn fram og hrópaði hárri rödd: Þér óvígðu menn hafið yð- ur á brott! Farið, allir þér, sem ekki hafið hreinsast látið og losað sálir yðar undan syndinni! Var þetta síðasta tækifærið að snúa aftur fyrir þá, sem af ein- hverjum atvikum hiöfðu slæðst með hóp innsækjendanna. Ef það komst upp síðar, lá við dauðarefsing, og voru dæmi til þess, að alsaklausir menn, sem einhvernveginn höfðu óvart slæðst með, voru vægðarlaust líflátnir. Voru innsækjendurnir nú afklæddir og færðir í önnur klæði. Árnuðu prestarnir þeim alls góðs og hurfu á brott, en í sama bili sloknuðu öll Ijós og stóðu þeir þarna í þreifandi myrkri. Undarlegar raddir heyrðust, kveinstafir og kvalaóp. Eldingar leiftruðu og ógurlegar þrumur riðu af, svo að húsið virtist nötra. En smám- saman tók að bera meira og meira á logandi eldsbáli og heyrðist nú, að þaðan komu kveinstafirnir og ópin. ]afnframt var þrifið í innsækjendurna og þeim svift til og frá af ósýnilegum verum, þeir barðir og þeim jafnvel varpað til jarðar. Og svo alt í einu var svift upp á víða gátt hliðum Heljar, og gat þá að líta í allri ógn og skelfingu hlutskifti illra manna. Jafnframt heyrðist raust hofgoðans, þar sem hann útmálaði skelfilega alt það, sem fyrir augu og eyru bar. Var það ekki ótítt, að köldum svita slægi út um þá, sem ístöðuminni voru, að sjá alt þetta og heyra: Gjammandi grimma hunda og refsinornirnar sveiflandi eldsvipum yfir æpandi og hrín- andi múgnum í kvalastaðnum, ekki síst er þess er gætt, að menn voru fyrir fram veiklaðir af föstum og vökum, erfiði og taugaæsandi eftirvæntingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.