Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 16

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 16
94 Magnús Jónsson. IÐUNN innsækjendanna og þeir leiddir þannig inn í musterið. Voru þeir krýndir myrtusveig og hófst athöfnin með bæna- söng, fórnfæringum og margvíslegum hreinsunarsiðum. Alt þetta fór fram í forsal hofsins. Kom svo kallarinn fram og hrópaði hárri rödd: Þér óvígðu menn hafið yð- ur á brott! Farið, allir þér, sem ekki hafið hreinsast látið og losað sálir yðar undan syndinni! Var þetta síðasta tækifærið að snúa aftur fyrir þá, sem af ein- hverjum atvikum hiöfðu slæðst með hóp innsækjendanna. Ef það komst upp síðar, lá við dauðarefsing, og voru dæmi til þess, að alsaklausir menn, sem einhvernveginn höfðu óvart slæðst með, voru vægðarlaust líflátnir. Voru innsækjendurnir nú afklæddir og færðir í önnur klæði. Árnuðu prestarnir þeim alls góðs og hurfu á brott, en í sama bili sloknuðu öll Ijós og stóðu þeir þarna í þreifandi myrkri. Undarlegar raddir heyrðust, kveinstafir og kvalaóp. Eldingar leiftruðu og ógurlegar þrumur riðu af, svo að húsið virtist nötra. En smám- saman tók að bera meira og meira á logandi eldsbáli og heyrðist nú, að þaðan komu kveinstafirnir og ópin. ]afnframt var þrifið í innsækjendurna og þeim svift til og frá af ósýnilegum verum, þeir barðir og þeim jafnvel varpað til jarðar. Og svo alt í einu var svift upp á víða gátt hliðum Heljar, og gat þá að líta í allri ógn og skelfingu hlutskifti illra manna. Jafnframt heyrðist raust hofgoðans, þar sem hann útmálaði skelfilega alt það, sem fyrir augu og eyru bar. Var það ekki ótítt, að köldum svita slægi út um þá, sem ístöðuminni voru, að sjá alt þetta og heyra: Gjammandi grimma hunda og refsinornirnar sveiflandi eldsvipum yfir æpandi og hrín- andi múgnum í kvalastaðnum, ekki síst er þess er gætt, að menn voru fyrir fram veiklaðir af föstum og vökum, erfiði og taugaæsandi eftirvæntingu.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.