Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Blaðsíða 33
IÐUNN
Anatole France.
111
hann til betri heimkynna — sem hann þó ekki hafði
trúað á.
Meðan Anatole France lá banaleguna og dagblöðin
á hverjum degi flutfu fréttir af honum, þá held jeg
að flestir, sem unnu bókum hans hafi endurlesið ein-
hverja þeirra.
Eg tók mér fyrir að lesa ritdóma þá, sem hann um
árabil birti í blaðinu Le Temps og sem hann hefir gefið
út í bókaformi með titlinum: La vie littéraire.
Eg hef geymt mér sem niðurlag þessarar greinar að
tala um A. France, sem ritdómara, af því eg vildi koma
því að, að benda íslenskum blaðamönnum á, hve afar-
mikið þeir gætu lært af því, að lesa önnur eins rit
og þefta.
í þessum blaðagreinum, sem ávalt halda gildi sínu,
fyrir hvað þær eru vel ritaðar, andríkar og skemtilegar,
lýsir A. France sér sjálfum þ. e. hugsunarstefnu sinni,
enda heldur hann því fram hvað eftir annað, að góður
ritdómur sé í sjálfu sér skáldsaga, en hver skáldsaga
sé sjálfslýsing höfundarins.
»Góður ritdómari«, segir hann, »er sá, sem segir
æfintýri sálar sinnar meðan hún ferðast gegnum meistara-
verkin«. Og á öðrum stað:
»Til þess að vera hreinskilinn ætti ritdómarinn að
segja: kæru lesendur, eg ætla að tala um sjálfan mig í
tilefni af Shakespeare, Racine eða Goethe«.
Er þetta ekki athugavert fyrir þá sem skrifa ritdóma
í blöðin okkar íslensku?
Eg segi ekki, að þessir menn sýni okkur ekki oft
sjálfan sig, en vanalega er þessi »sjálfslýsing« alt ann-
að en uppbyggileg, og sálin, sem ferðast gegnum bæk-
urnar, sem verið er að dæma, sjaldnast mjög andrík.
Má vera, að það komi til af því, hve óþroskuð þessi