Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 6

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 6
84 Magnús Jónsson: IÐUNN Aþenumenn eignast og auðgað líf vort með, en ekkert jafnast þó á við þessar launhelgar, sem ummynda oss frá grófgerðu og grimmu eðli voru. Og vissulega lítum vér í launhelgunum sjálft insta eðli lífsins, og lærum bæði að lifa vel og deyja vonglaðir«. I þennan sama streng taka allir rithöfundar, sem á launhelgarnar minn- ast og lúka upp einum munni um það, að engin há- tíðasamkoma eða guðsþjónusta hafi getað jafnast við launhelgarnar í Elevsis. Engar lýsingar geta í raun réttri gefið neina verulega mynd af þeim glæsilegu og áhrifamiklu athöfnum sem fram fóru. En máttur þessara athafna kemur fram í því, að þær gátu haldið tignarsæti sínu nokkurnveginn ómót- mælt í fullar 9 aldir að minsta kosti, og voru allan þann tíma æðsta fullkomnun trúarbragðanna. Þegar laun- helgarnar voru fluttar til Rómaborgar að hvötum Hadrí- ans keisara (117—138) komust þær brátt í niðurlæg- ingu þar. Svall og ósiðir héldu innreið sína; menn skildu ekki insta eðli þeirra og þær urðu kraftlausar. ]úlían fráhverfingur (361—363) reyndi að blása lífi í þær, til þess að vinna móti kristninni, en það tókst ekki. And- inn var úr þeim horfinn. Saga þeirra var á enda. III. Launhelgarnar í Elevsis voru haldnar á ári hverju lengst af. Því sem þar fór fram var haldið afar leyndu, og enginn glæpur þótti ægilegri en sá, að ljósta því upp, sem þar gerðist. En samt sem áður hefir fræðimönnum tekist að snefla upp furðu margt um þær, og auðvit- að var margt sem fram fór opinberlega og öllum var kunnugt. Launhelgarnar voru í tveim þáttum, er nefndir voru óæðri launhelgarnar og æðri. Sagan hermir að óæðri

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.