Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 20
98
Magnús Jónsson:
IÐUNN
af undirheimaguðinum. Sumir telja að það eigi við það,
þegar sæðið fellur í jörðina og ekki sést nema ömur-
legí flagið lengi vel, en svo skilar hún sér aftur, þegar
upp kemur á ökrunum og jörðin skrýðist á ný. Eða þá
að ránið merkir veturinn og endurheimtin vorið og er
það líklegra. Gæti hvorttveggja samrýmst ef um haust-
sáning er að ræða.
En þegar fram í sækir er lögð í þetta alt dýpri merk-
ing. Þá er ekki lengur um jarðarávöxt að ræða, heldur
um sálarheill mannsins og hina mestu leyndardóma til-
verunnar.
Eftir skoðun Grikkja var lífið í líkamanum böl. Það
var í raun réttri dauði sálarinnar að þurfa að lenda í
fjötrum efnisins. Sálinni var rænt frá æðra heimi og hún
tekin í þessa undirheimadýblissu jarðlífsins. Og tak-
markið varð það, að gera sig með góðri breytni hæfan
að losna úr þessum viðjum. Þetta var sá sannleikur, sem
launhelgarnar sýndu, fyrst til undirbúnings í óæðri laun-
helgunum, eða fyrsta stigi, síðan í ráðgátu á öðru stigi
(mysta, líkl. sá sem blundar, lykur aftur augum eða sér
óglögt) og loks augliti til auglitis á þriðja og æðsta
stigi (epopta = sá sem sér).
Með því að draga fram skelfingarmynd Heljar var
sýnt ástand hins efnisfjötraða manns og svo strax á effir
haldið upp óskatakmarkinu. Það var skörp prédikun, og
í raun réttri ekki ólíklegt, að margur hafi frá þeim degi
getað talið sig »nýja skepnu«, nýjan mann, sem nú vildi
gera alt til þess að losna úr jarðarviðjunum. Athafnirnar
hafa verið afskaplega áhrifamiklar. Sameiginlegi andinn,
sem ríkt hefir meðal þeirra, sem vígðust, hefir og hjálp-
að til. Enginn, sem vígður var, þurfti að berjast einn,
heldur hefir fundið styrk í samleiðinni með öllum þeim