Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 27

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 27
IÐUNN Anatole France. 105 götunafninu: Quais Malaquais í Quais Auatole France. Víða í bókum hans talar hann um bernsku sína og „Le livre de mon ami“ (Bók vinar míns) er ekki ann- að en æskuminningar Anatole France í svo aðlaðandi búningi, að hvar sem gripið er niður í hana, þá er fyrir skáldleg fegurð og heimspekileg kýmni. Lítið dæmi tekið af handahófi: Veggfóðrið í dagstofunni, þar sem barnið er að leika sér, er stráð rósahnöppum; þeir eru allir eins, litlir, hæverskir og fallegir og svo segir hann frá: »Einn dag, þegar við vorum í litlu dagstofunni okkar, lagði mamma mín frá sér saumana og tók mig í fang sér; hún lyfti mér upp og sýndi mér blómin á vegg- fóðrinu og sagði: »Eg gef þér- þessa rós«, og til þess, að þekkja hana aftur, merkti hún kross við hana með nálinni sinni. Enga gjöf hefir mér þótt vænna um«. Svona mætti halda lengi áfram. Anatole France var fátækur og átti erfitt uppdráttar, en hann fékk ágætt uppeldi, klassiska mentun að göml- um sið og varð gagntekinn af Flómer og grískum bók- mentum frá unga aldri. Æska hans var barátta, því hann var metorðagjarn og sóttist eftir öllu því, sem álitið eí mesta hnoss þessa heims: Astir og auðæfi, frægð og frami. En eins og gengur og gerist komst hann ekki hjá beiskum von- brigðum og ýmislegri reynslu. En af þeim lærði hann að vera umburðarlyndur við aðra og líta með samúð á mannkynið og er það sjálfsagt ein af orsökunum til þess að hann varð hrifinn af draumi kommúnista, þó vart muni rélt að hann hafi verið með í þeim félagsskap.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.