Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 32

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 32
110 Thora Friðriksson: IÐUNN inu, og síðar meir, þegar vinir hans spurðu hann hvort hann hefði ekki neitt kvæðasafn á prjónunum, ansaði hann stúrinn: »Nei, eg kann ekki lengur að kveða«.. (»]’ai perdu le rhytme«). Eða á síðustu árunum: »Æ, þetta var tíska á mínum yngri árum. Eg hef ort eins og allir aðrir; vinum mínum þótti gaman að því, en, mér sjálfum finst það ekki skemtilegt lengur*. Eg hef reynt að benda á hve margvísleg og ein- kennileg rit A. France eru: Hann byrjar á að yrkja kvæði, sem nú þykja nokkuð úrelt nema áður nefnt leikrit: Noces corinihiennes, sem halda mun uppi nafni hans sem skáldi. Eg hef sérstaklega minst á tvær bæk- ur hans frá fyrri árum: „Le crime de Sylvestre Bonn- ard“ og „Le livre de mon ami“ af því að það eru uppáhaldsbækur mínar og af því að flestir, sem nú rita um A. France álíta, að þær muni seint fyrnast; en hætta er á, að ýmsar aðrar af bókum hans muni falla í gleymskunnar djúp. Eg hef nefnt tvær aðrar bækur „Le lys rouge“ og „Les dieux ont soif“ af því að þess- ar bækur, hver í sinni röð, eru nokkuð frábrugðnar öðrum bókum þessa rithöfundar. Eg hef drepið á sögu- legt rit, „Jeanne d’Arc“ bæði af því, að það sýnir aðra hlið á ritstörfum hans og af því að hann sjálfur hafðii mætur á þessari bók. I grein um rithöfund, sem er Iítið þektur á landi hér, þorði eg ekki að lengja mál mitt, en vildi að eins laus- lega benda á þær bækur, sem besta hugmynd gefa urn andríki þessa manns, sem svo mikið hefir verið rit- að um og mun verða ritað um á þessu ári í öllum löndum heimsins, bæði af því að hann varð átlræður í vor og af því að fyrstu haustvindar þessa árs báru.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.