Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 34
112
Thpra Friðriksson:
IÐUNN
hlið bókmentanna er hjá okkur; því það mun rétt vera,
sem A. France segir á öðrum stað:
„Kntíkin“ er yngst af öllum myndum bókmentanna
og endar ef til vill með því að gleypa allar hinar. Hún
á vel við þar, sem mentunarstig þjóðlífsins er hátt, þar
sem þióðirnar eiga að baki sér ríkar endurminningar og
gamlar erfikenningar. »Krítíkin« á sérstaklega við þar,
sem mannkynið er námfúst, vel mentað og kurteist. Til
þess að »krítíkin« geti þróast þarf hún á að halda meiri
mentun en allar aðrar myndir bókmentanna«.
Þessi skilyrði má vera, að ekki séu fyrir hendi heima
á Fróni og að það sé orsökin til þess, hve hörmulegir
flestir ritdómar í blöðum vorum eru, svo ekki tali eg
um dóma á öðrum listum, því þeir eru næstum ávalt
grátlegir.
Eg vildi að endingu leyfa mér, að stinga upp á því
við íslenska blaðamenn, að þeir lesi þessi 4 bindi af
blaðagreinum eftir Anatole France, sem eg hefi nefnt
hér að ofan (La Vie littéraive) og helst líka 8 bindi af
samskonar greinum eftir Jules Lemaitre (Les contem-
porains), því þó að þessir menn báðir séu nú dánir, þá eru
ritdómar þeirra sígildir, því þeir voru báðir framúrskar-
andi gáfaðir menn, andríkir og lærðir og þeir hafa í
þessum greinum sínum notað tækifærið til a'ð draga
upp meistaralegar myndir af sínu eigin sálarlífi, um leið
og þeir leiddu lesendurna gegnum völundarhús hugs-
.ana annara manna.
St. Amand s/ Sévre 1924.
Thora Friðriksson.