Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Síða 36

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Síða 36
114 Sigurður Nordal: IÐUNN aði fljótt við mér, hvaðan eg þekti hann. Það var úr Landnámu, þar sem sagt er frá Glúmi Þorkelssyni Svartkelssonar, er svo baðst fyrir að krossi: »Gott ey gömlum mönnum, gotf ey ungum mönnum«. Einhvern veginn runnu þessi tvö atriði saman, og bentu mér að líta á sumt af því, sem eg hafði þekt frá því eg var barn, frá nýju sjónarmiði. Mér fanst sem skilningsleysi hinnar ungu upprennandi kynslóðar hér í Reykjavík á vísur og gátur kæmi ekki einungis af óvana að fást við slíkt sérstaklega, heldur af ótaminni og tvístr- aðri hugsun yfirleitt. Yfirburðir íslenzkra unglinga frá góðum sveitaheimilum myndi meir vera fólgnir í tamn- ingu greindar og skilnings en víðtækri þekkingu, og þessi tamning kynr.i oft að vera fengin með því að fást við efni, sem.í sjálfu sér væri ómerkileg, eins og mikið af rímunum er. I skólamálum geta orðið deilur um, hvort meta beri meira hagnýta þekkingu eða almenna tamningu greindarinnar, svo sem berlega kemur í ljós í umræðunum um latínuna. Fjölbreytt og lausleg þekking getur verið hermdargjöf, og til þess finna Vesturlanda- búar nú á dögum meir og meir. Því hafa þeir gripið tveim höndum ýmsar austrænan aðferðir til þess að efla athygli og einbeitingu. Mér datt nú í hug út af þeim Svami Vivekananda og Glúmi Þorkelssyni Svartkels- sonar, hvort sumt af þessari indversku speki myndi nú vera eins mikil nýjung fyrir oss sem af væri látið. Gat ekki hugsast, að til væri vísir að íslenzkri yoga, sem ætti sinn þált í því, að fólk væri hér alment athugulla og greindara en títt er um alþýðu manna? Eg hef tínt nokkur dæmi af þessu tæi, og af ásettu ráði leitað þeirra meðal þess smávægilegasta, í barnaleikum og þjóðtrú. Með þessum samanburði er ekki kastað neinni rýrð á uppeldisaðferðir Indverja. Þær fá miklu fremur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.