Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 53

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 53
ÍÐUNN Jafnaðarstefnan og kvenréttindamálið. 131 Praxagóra: Þá verður dregið af honum í mat þang- að til skuldin er borguð. Það fer enginn að slást hugs- unarlaust upp á aðra ef hann á von á því, að maginn verði að gjalda fyrir það. Blefaryx: En hvað segir þú um þjófana? Þú heldur ef til vill að enginn steli úr þessu. Praxagóra: Því skyldu menn stela, úr því allir eiga alt ? Blefaryx: Það er gott og blessað að eiga von á því, að ekkert verði af manni tekið. Praxagóra: Það er engin hætta á því. Hvort sem þú ert heima á næturnar, eða ert að slæpast úti eins og þú ert vanur, þá máttu vita það, að allir fá sínar þarfir uppfyltar. Vilji einhver fá frakkann manns, þá gefur maður manninum hann orðalaust. Það væri þýðingar- laust að gera slíkt að deilumáli, því maður getur farið strax á eftir og beðið um annan frakka af almannaeign, fengið nýjan í staðinn fyrir þann gamla. Blefaryx: En heldur þú þá, að menn hætti að spila og kasta teningum? Praxagóra: Því skyldu þeir spila? Þeir hefðu auðvit- að ekkert að spila um. Blefaryx: En hvernig ætlast þú til að sambúð manna og daglegt líf verði með þessu nýja skipulagi? Praxagóra: Alt á að vera jafnt fyrir alla. Eg læt slá öllum húsum í borginni saman í eitt og rífa niður milli- veggina. Þá búa allir saman og eiga auðvelt með að finnast og kynnast. Blefaryx: Hvar ætlar þú að láta fólkið borða? Praxagóra: Við breytum dómsölum og samkomuhúsum í matsali og þar sem sæti dómarans er, höfum við vín- og vatnsker. Svo látum við söngmenn syngja lofkvæði um karlmennina, sem barist hafa hraustlega, og níð um þá, sem ragir reyndust, svo þeir skammist sín og labbi

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.