Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Qupperneq 54
132
Guðmundur Hannesson:
IÐUNN
sneyptir frá borðum. — — — Ágætur matur verður bor-
inn á borð fyrir alla, svo hver getur étið og drukkið
eftir vild. Þegar ungu mennirnir ganga svo burtu frá
máltíðinni mátulega hreifir og glaðir í skapi, þá mæta
þeir stúlkunum í þvergötunum og þær segja við þá:
»Komdu með mér! Þú gætir eignast ljómandi fallegan
dreng með mér!« »Og ekki síður með mér!« segir sú
næsta. En unga piltinum verður ekki kápan úr þessu
klæðinu, því fyrst verður hann að leggja lag sitt við þær
sem nefljótar eru og ólaglegar, svo alt gangi jafnt yfir
alla. Svona eru okkar lög. Hvernig líst þér á þetta alt?
Blefaryx: Eg vil ekki bera á móti því að það hefir
sína kosti.
Þetta er þá helsti kafli leikritsins. Segir næst frá því,
hversu misjafnlega menn brugðust við því að láta eigur
sínar af hendi og flestir illa, en allir vildu éta upp á
kostnað ríkisins. Síðasti kafli ritsins segir frá skoplegri
útreið, sem ungur maður fékk. Ætlaði hann að krækja
í unga laglega stúlku og leist þeim báðum vel á hvort
annað, en þá steðjuðu að honum fjórar kerlingar hver
annari ljótari og kröfðust þess, að hann léti sig ganga
fyrir, lögum samkvæmt og hótuðu honum öllu illu, ef
hann refjaðist um það. Tók hann þessu allfjærri en
komst ekki upp með moðreyk fyrir kerlingunum. Urðu
út úr þessu hin mestu vandræði. Þótti manninum ólif-
andi undir þessum lögum. »Það hefði verið fyrir sig, ef
ein kerling hefði viljað sitja fyrir, en fjórar hver annari
ljótari, það nær þó engri átt!
Þó hér sé farið fljótt yfir sögu, þá má sjá á þessu
broti, að Grikkir þektu ekki aðeins hugmyndirnar um
að gera alla jafna, afnema eignarrétt og fá konum