Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 55
ÍÐUNN
Jafnaðarstefnan og kvenréttindamálið.
133
völdin í hendur, heldur sáu líka gallana á slíku skipu-
lagi. Að því leyti stóðu þeir löngu framar en okkar öld,
að þeir áttu afburða leikritaskáld, sem sýndi fólkinu öll
þess heilabrot á leiksviðinu og sýndi fram á fjarðstæð-
urnar í þessu hugmyndasmíði öllu. Leikhúsið hefir ef-
laust verið besti skóli fyrir fólkið í Aþenuborg.
G. H.
„Stóra taflan4.
Aðferð handa börnum og fullorðnum.
Að margfalda tölu milli 10 og 20 með tölunum 1 til
10, það er lítill vandi.
8 X 14 = 80+ 32~112; 7 X 15 — 70 + 35 = 105;
3 X 16 = 30 + 18 = 48 o. s. frv.
Að margfalda tölur milli 10 og 20 með tölum sem
líka liggja milli 10 og 20, það hefir þótt miklu meiri
vandi, (vitanlega er átt við heilar tölur). En hér er ein-
föld aðferð sem leysir þennan vanda. Eg fann hana
fyrir nokkrum árum:
12 X 12=100 + 40 + 4=144; 13 X 14=100 + 70
+ 12=182; 14 X 16=100 + 100 + 24 = 224; 16 X
17 = 100 + 130 + 42 = 272; 19 X 19= 100 + 180 +
81 =361.
Þið sjáið: eg legg saman einingavnar og fæ tugi fram-
Vfir 100, margfalda svo einingarnar saman og bæti við.
Dæmin sýna aðferðina, og þar með að þetta er ofur
auðveldur hugarreikningur ’)•
4. apríl 1925. — G. Björnson.
1) Bygður á því,' að (10 + a) (10 + b)— 100 + (a + b) 10 + ab.