Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 60

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 60
138 Þorsteinn Gíslason: ]ón frá Sleðbrjót. IÐUNN Eysteini Árnasyni í Winnipeg. Þau ]ón og Ingibjörg voru þá til heimilis hjá móður sinni, er fyrir skömmu hafði flutst til Winnipeg. Fyrstu árin sem Jón dvaldi vestra, var hann með fjölskyldu sína í Álftavatnsbygð hjá Jóni Sigurðssyni vini sínum, sem fyr er nefndur. Þaðan fluttust þau í Siglu- nesbygð við Manitobavatn og bjuggu þar fram til vors- ins 1923. »Búnaðist þeim mæta vel, enda nutu þau góðrar aðstoðar sona sinna uppkominna*, segir í eftir- mælagrein um Jón í Heimskringlu, 2. jan. 1924. »Aldrei kunni Jón hér fyllilega við sigc, segir í sömu greininni. »Var hugurinn tíðast heima í sveitinni hans fornu. Heilsu hafði hann hér þó allgóða framan af, en lakari hin síðustu ár«. Veturinn 1923 fann hann fyrst til muna til sjúkleiks þess, er dró hann til dauða, og í maí 1923 var hann fluttur á sjúkrahús í Winnipeg. Skömmu síðar fluttust kona hans og börn, sem hjá þeim voru, til bæjarins og dvaldi hann eftir það á heimili þeirra, og andaðist þar. Þ. G.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.