Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Blaðsíða 62
140
GuÖrún ]óhannsdóttir:
æskugullunum er eg búin að tína.
Þó á eg eftir langa leið,
liggur fyrir mér gata breið,
gift eg var til gulls og valda,
gæfunnar að feta skeið,
sem brúður látin björtu falda,
bölvun metorðanna gjalda,
í kirkjunni milli hvítra tjalda
eg kraup og sór þar rangan eið.
Örlaganna illu spár
á mig lögðu sorg og tár,
seiðurinn með svartar brár
sat um hjartans instu þrár,
margur hefir fótafrár
fallið ofan í djúpar gjár,
vonsvikinn og vinafár,
vegmóður um lífsins ár,
og margur stærri mér varð smár,
mótlætis við þrauta fár,
af kvölum þegar hvítnar hár,
og kinnar bítur frost og snjár.
Ei var eg þó ein með sár
úti á lífsins hjarni
því mótlætið er meðfætt hverju barni.
En sögð erum við sælli á leið
í sameiginlegri kvöl og neyð,
og aldrei var mín gata greið,
gafst ei hvíld né sæti,
hjá mér aldrei hallaði undan fæti.
Ferðaðist ég um frægðar lönd,
fagrar borgir unaðs-strönd,
við eiginmannsins hörðu hönd
hrædd eg varð að búa,
iðu'nn