Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 63

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 63
IÐUNN Þula. 141 varla sá eg vonarrönd, vill því nokkur trúa, löngum fanst mér leiðin vönd, í ljótum aragrúa, milli hjúa, milli illra og margra svika-hjúa. En þá gafst mér í þýða sál það sem talar hjartans mál, kærleikinn sem Kristur skóp, kringum stóran barna hóp, hjartanu mínu hélt hann við, huganum veitti stundarfrið, skaparinn mér lagði lið, ljósin sá eg skína þau geisluðu um glókollana mína. Skyldan bauð mér verk að vinna og von mér aftur gaf, hana mun eg eiga héðan af. Ef dimdi að í hugar heimi, hjalað var í eyra mitt, barnið gaf mér brosið sitt, minninganna gull eg geymi og gleðistundir allar, vænsta vonin kallar. Hún er hlý og björt á brána, ber hún með sér æskuþrána er vissi’ eg áður vera dána, hún vermir nú mitt kalda sinn, henni lýtur hugurinn. Sælu kendir seiddu braginn, svo mér varð í skapi rótt, kærstu vonir hvísla hljótt,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.