Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 64

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 64
142 Guðrún Jóhannsdóttir: Þula. IÐUNN en oft eg hitti eftir daginn, andvökunnar löngu nótt. Þá fór mig að svíða í sárin, seitluðu um vanga mína tárin, í huganum leit eg liðnu árin líða fram hjá eitt og eitt. En hvað eg er orðin breytt! Áður fyr með glettni og gáska gerði eg leik að hverjum háska, hélt mig ekki hræðast neitt, en nú er eg orðin nógu þreytt. Loks kom svefnsins sælumók, svo eg mætti gleyma öllu því er angur jók, áhyggjurnar frá mér tók, dýra gaf mér draumabók dularfullra heima, hamingjuna hafði hún mér að geyma. Guðrún Jóhannsdóttir, frá Brautarholti. Hvað ertu sál? Hvað ertu sál, er á svifvængjum leitar um sólauðgan, fjarlægan ómælisgeim? Þú, sem átt vonir svo viðkvæmar, heitar, vefur þær örmum og hlúir að þeim. Ertu’ aðeins neisti, er hrekkur og hverfur,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.