Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 72

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 72
150 ]ón Björnsson: IÐUNN — Eg þarf að tala við hana, þorskurinn þinn! — Það get eg hugsað mér. Þú munt ekki ætla að standa steinþegjandi hjá henni. — Þú ert skilningslaus eins og marglitta, sagði Kéli óþolinmóður. — Nú hvað á jeg að skilja? spurði eg. — Þekkirðu ekki Stínu — Stínu frá Miðbæ! Jú. Eg þekti Stínu. Hún var úr okkar sveit, en vann nú á Eyri. Er það hún? spurði eg og forvitnin vaknaði. Rétt í þessu kom snörp kylja í seglin, hallaði skipinu á vatnsborð og rendi því upp á goluborðið. Kéli tók snögt í stjórnborðstauminn. Eg held, að hann hafi sótt sér kraft í þessa kylju. Minsta kosti sagði hann, þegar skipið var aftur komið í rétt horf: — Við Stína erum — — ja — við erum í raun og veru trúlofuð. Eg vildi ekki láta sannfærast strax, og sagði því: — Þetta er falleg lýgi! — Þetta er eins satt og það að við erum með 220 tunnur af síld í lestinni. Og nú þarf eg auðvitað að tala við Stínu í kvöld, þegar við komum inn. Þú þarft að hjálpa mér til þess, eða vera með mér. Það vekur minni athygli, ef við komum tveir. En jafna skal eg um þig, drengur minn, ef þú kjaftar þessu í karlana. Þá varðar ekkert um það — enn þá. Eg sá, að Kéli sagði þetta satt. Mér tjáði ekki trú- leysið lengur. Og nú varð eg ákaflega stoltur yfir því að vera gerður hluttakandi í þessu heilaga leyndarmáli vinar míns. Eg kvaðst albúinn þess að styðja að fund- um elskendanna eftir megni. Og nú varð Kéli hálfu meiri í augum mínum en áður, þegar svo mikið alvöru- mál og trúlofun var komið inn í líf hans. Og þögnin var sjálfsögð.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.