Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 4

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 4
226 Ólafur Lárusson: IÐUNN mikil saga ef hún yrði öll sögð. En því miður er mest af henni gleymt. Þar eru að eins örlítil brot eftir. Eins og vænta má, þekkjum við flest brotin úr sögu höfuð- bólanna. Þar bjuggu þeir menn, er mest bar á í þjóð- félaginu, og mestar fóru sögur af. Því hefir saga þeirra geymst. Smábýlanna er minna getið. Er þó saga margra þeirra eflaust jafn verð þess að geymast, eins og saga stórbýlanna. A smábýlunum hafa gerst flest krosslýðsins hljóöu hetjuverk og maklegt væri, að þau rnættu hefja sig upp yfir frægðiná ljóöa og sagna. Saga höfuðbólanna íslensku er ærið margháttuð. Staða- málin í lok 13. aldar skildu örlög margra þeirra. Fjöldi af fornum höfuðbólum hvarf þá úr höndum leikmanna og undir forræði kirkjunnar. Varð saga þeirra síðan öll önnur en hinna, er leikmenn héldu. Kirkjan var ekki allstaðar jafn fengsöm. Á Vesturlandi hélst leikmönnum einna best á höfuðbólunum. Er í þeim sveitum, á mið- öldunum og síðar, hvert höfuðbólið við annað, er leik- menn ráða yfir, Vatnsfjörður, Ögur, Hóll í Bolungarvík, Mýrar í Dýrafirði, Saurbær á Rauðasandi, Hagi og Brjánslækur á Barðaströnd, Reykhólar, Staðarhóll, Skarð, Staðarfell, Hvammur í Hvammssveit. Eigi skal hér farið í neinn jöfnuð um sögu höfuðbóla þessara, hvort þeirra eigi mesta sögu eða merkilegasta, en að einu leyti er eitt þeirra einsdæmi, meðal allra höfuðbóla og líklega allra jarða á landi hér. Það hefir með vissu verið í eign sömu ættar óslitið í full 800 ár eða síðan um 1100, síðan á dögum Jóns biskups Ögmundssonar og Sæ- mundar fróða. Meira að segja eru allar líkur til þess, að jörðin hafi aldrei úr ætt gengið síðan hún fyrst var num- in á landnámsöld. Það má víst óhætt fullyrða, að þetta verður ekki sagt um neina jörð aðra hér á landi. Og fá

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.