Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 15

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 15
IÐUNN Elsta óöal á íslandi. 237 og ömmu, Daða og Arnfríðar, og erfði Skarð eftir þau. Eggert var í uppvexti sínum í Bræðratungu, hjá Gísla lögmanni Hákonarsyni og nam þar lög. Þegar hann var um tvítugsaldur bað faðir hans honum til handa Krist- ínar dóttur Gísla lögmanns. Ætla mætti að æskuástir hefðu verið milli þeirra, en saga þessa bónorðs bendir ekki til þess að svo hafi verið, og hún lýsir einkar vel hugsunarhætti manna á þeim tímum í þeim sökum. Bón- orðinu var vel tekið og skyldi brúðkaup þeirra vera næsta ár. En þegar þeir feðgar voru komnir á leið austur til brúðkaupsins, bar nýjan biðil að garði í Bræðatungu, sjálfan Hólabiskupinn, Þorlák Skúlason. Hann bað Krist- ínar. Lö.gmanni þótti vandast málið, og hvorttveggja ilt, að vísa biskupi frá og að bregða giftumálunum við þá feðga. Tók hann því það ráð, að hann reið á móti þeim og fékk komið svo sínu máli, að Eggert hugði af ráðahagn- um við Kristínu, en skyldi fá Valgerðar systur hennar í hennar stað. Biskup fékk því Kristínar og sátu þeir feðgar brúðkaup þeirra, en Eggert og Valgerður gift- ust 1633. Bjuggu þau fyrst í Saurbæ á Rauðasandi, en fluttu að Skarði um 1640 og bjuggu þar síðan. Eggert var einhver auðugasti maður á landinu á sínum tíma, en var talinn nokkuð aðsjáll. Valgerður kona hans var aftur á móti mjög örlát. Er mælt að hann hafi sagt: »Gef þú, Valgerður, en láttu mig ekki sjá það«. Eggert dó á Skarði, 71 árs gamall, 1681. Valgerður lifði lengi eftir hann og dó háöldruð 1702. Synir Eggerts og Valgerðar dóu ungir en dætur þeirra náðu fullorðins aldri. Ein þeirra, Arnfríður Egg- ertsdóttir, giftist, 1675, Þorsteini syni síra Þórðar ]óns- sonar í Hítardal. Bjuggu þau fyrst í Hjörsey á Mýrurn og víðar, en fluttu að Skarði eftir lát Eggerts og bjuggu þar síðan. Bogi á Staðarfelli lýsir Þorsteini svo að hann

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.