Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 19
IÐUNN Kristur eða Þór. Nokkrar athugasemdir við Straumhvarfa-ritgerð Sigurðar Nordals. Þegar Sigurður Nordal tók sér fyrst fyrir hendur að gera ( lítið úr ritum mínum í Sví- þjóð og koma Svíum í skiln- ing um það, að fráleitt væri, að þeir létu Nobelsverðlaunin falla í minn garð, þá var hann ekki nefndur Sigurður Nordal í sænskum blöðum. Hann hét þá »krítíkin á Islandi®. All- ( mikið af blöðum og tímaritum þjóðarinnar hafði flutt ritgerð- ir um bækur mínar, og þar hafði kveðið við alt annan tón en hjá S. N. En þær ritgerðir voru ekki »krítíkin á Islandi«. Hún var öll samanþjöppuð í hinum mikla heila þessa eina manns. Eftir þessa byrjun hefir verið sagt til nafns hans, bæði erlendis og hér heima, þegar hann hefir varpað sínu mikla vitsmunaljósi yfir mín ófullkomnu rit. Hann hefir gert það nokkrum sinnum, en nú síðast í ritgerð í Skírni, sem hann nefnir »Undir straumhvörf«. Sú ritgerð er sarnin í því skyni að gera »grein fyrir þeim atriðum 16 Einar H. Kvaran.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.