Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 28
250 Einar H. Kvaran: IÐUNN lega háleitar, en hugsjónir samt, sem þær trúa á, og gera sér í hugarlund, að séu góðar. Svipað verður uppi á teningnum, ef vér lítum á mannsálirnar, eins og vér kynnumst þeim. Vér sjáum aldrei það ilia gersamlega einangrað. Það er ofið saman við misjafnlega mikið af gæðum. Stundum eru það menn, sem eru afþurða vel gerðir, bæði að vitsmunum og tilfinningum, og eru í eðli sínu allra bestu menn, sem sérstaklega hættir við hrös- unum. Það er fyrir djúpsetta athugun á mannlífinu, eins og það er í raun og veru, og fyrir óvenjulegan hæfileika til rökréttrar hugsunar, að einn af gáfuðustu prédikurum Englands hefir sett fram þá djarflegu staðhæfing, að í raun og veru sé jafnvel syndin leit eftir guði, af því að hún sé leit eftir meiri fyllingu í lífið, leit eftir nýrri reynslu, meira fögnuði. En syndarinn leiti í þveröfuga átt við það, sem hann eigi að fara. Mér virðist þá, að reynslu vorri af mannlífinu og þeirri þrá mannsandans, sem eg hefi minst á, beri saman um það, að frumaflið sé ekki nema eitt, og að það sé gott. Þessi skoðun mín er áreiðanlega í samræmi við frum- kristnina. Páll postuli segir í Rómverjabréfinu 11,36, að frá guði og fyrir hann og til hans séu allir hlutir. Líka stendur í Efesusbréfinu 4,6, að guð sé faður allra, yfir öllum og með öllum og í öllurn. Sama hugsun virðist mér bak við ummælin í ræðu Péturs postula, í Postula- sögunni 3,21, um endurreisnartima allra hluta. Svo að eg er að minsta kosti í gömlum og góðum félagsskap með þessa skoðun mína. En ef vér höldum fast við eininguna í tilverunni, þá skoðun nýja testamentisins, að guð sé »yfir öllum og með öllum og í öllum«, þá er ekki nokkur skynsamlegur vegur til þess að einangra með öllu syndina frá guði. Eg held, að hinar forngyðinglegu hugmyndir um guð séu

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.