Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 36

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 36
258 Einar H. Kvaran: IÐUNN illræðismenn, að aðalnauðsyn þjóðarinnar sé sú, að fá tekið í lurginn á þeim. Þar standi eg og mínir líkar aðallega sem þrándar í götu. Við höfum fengið lífsskoð- un almenningsstil þess að stefna alla að vorkunnsemi. 1 þessu skálkaskjóli fremji menn sínar illgerðir. Og að þessu séu meiri brögð hér en nokkurstaðar annarstaðar. Hér sé ekki hróflað við því, sem annarstaðar mundi valda þungri hegningu. Eg held ekki, að þetta sé »djúphugsaðra« en annað í ritgerð prófessorsins. Eg veit ekki, hve mikil brögð eru að lagabrotum hér á landi. Eg hefi ekki átt kost á, eða þá lagst undir höfuð, að rannsaka það mál. Eg hefi haft annað fyrir stafni. Og hviksögur um það efni met eg einskis. En þó að eg vissi, að mikið væri um lagabrot, þá væri eg ekki að sjálfsögðu sannfærður um, að það slafaði af refsingaskorti. Eg hugsa til Bandaríkjanna. Þar er nú svo mikið af glæpum, að þjóðina hryllir við. Eg las í einu merku Bandaríkjablaði rétt áður en eg fór úr Vesturheimi í haust, að ekki verði með réttu sagt, að nú gangi glæpaalda yfir Bandaríkin; það sé flóð (inun- dation). Morðin ein samsvara 10 morðum á Islandi á ári, eftir því sem eg sá einhverstaðar. Ekki er þetta fyrir vorkunnsemi eða refsingaskort. Glæpamennirnir eru líf- látnir, ef í þá næst. Og almenningur manna stendur á öndinni eftir því að fá illræðismönnunum refsað. Að hinu leytinu gengi eg ekki að því vísu, að vorkunn- semi væri um að kenna, þó að svo reyndist, sem eg veit ekkert um, að hér væri minna um refsingar en annarstaðar. Til þess geta verið alt aðrar ástæður. Eg efast ekki um, að þjóðfélögin hafa rétt til þess að verja sig gegn lagabrotum — með refsingum, ef það verður ekki gert með öðrum hætti. En hreinskilnislega skal eg við það kannast, að eg ber þær ekki mjög inni-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.