Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Blaðsíða 44
266
Böövar Guðjónsson: Tvö kvæði.
IÐUNN
»Óraveg aftur í tíma
var Eva af mannsrifi sköpuð,
en höggormur hana tældi,
og hennar sæla var töpuð.
Og víst er af rökum og reynslu,
að rétt er hvað goðsögnin mælir.
Þér eruð sá höggormur, herra!
Til hamingju! Verið þér sælir!
Brot úr ferðasögu.
Eg lagði af stað föstudaginn langa, 10. apríl 1925.
Ferð minni var heitið til Washington, höfuðborgar
Bandaríkjanna. Eg fór í því skyni að mæta þar á fundi
Alþjóðaráðs kvenna (I. C. W.), er halda átti dagana
4.—14. maí. En vestur yfir hafið varð eg að vera komin
eigi síðar en 26. apríl. Svo stóð á að Canadadeild I.
C. W. hafði boðið þeim fundargestum, er leið áttu þar
um, að dvelja vikutíma í Canada. Var gert ráð fyrir
viðstöðu í nokkrum borgum á leiðinni frá hafnarbænum
og suður til landamæranna. Þessu boði vildi eg fegin
sæta, en ætti það að geta orðið, máttu engar tafir verða
á ferð minni, Eg hafði ákveðið hvaða skip eg skyldi
taka frá Englandi vestur yfir, en héðan voru skipaferðir
eigi hentugar. Þá vildi mér það til, að ferðir Lagarfoss
breyttust svo, að hann fór þessa ferð til Englands, er
eigi var á áætlun. Þetta kom sér þægilega. A Lagar-