Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 46
268
Inga L. Lárusdóttir:
ÍDUNN
krónunum hvíldi ljósgræn móða. Grasfietirnir mjúkir og
yfjagrænir. I öllum blómreitum fjöllit blóm. Borgin hvarf,
hún varð svo óendanlega langt í burtu. Hér var mjúk
mold og gróðurilmur, þar hörð steinstræti og sótlykt.
Englendingar eru fastheldir við fornar venjur. Þeir
telja ekki eftir sér að skjálfa af kuida í húsum inni, þeir
sem ekki fá sæti fyrir framan arininn. Afi og amma,
langafi og langamma og þeirra ömmur og afar, sátu
við arininn. Hví þá ekki sonur og dóttir? Eg skil þessa
fastheldni, því fallegar eru opnu eldstórnar, og bjarminn
hlýr, blekkjandi hlýr. Canadabúar halda líka fast við
gamla siðinn, en úti í horni er falinn nýtísku miðstöðvar-
ofn. Þessir aprildagar í London voru nístandi kaldir
innan húss.
A skrifstofu C. P. R. félagsins keypti eg mér farseðil
frá London alla leið til Washington, þar með til viku
ferðalags um Canada. Þarf ekki að geta þess, að sá
miði var dýru verði keyptur, en nú var mér líka borgið.
Héðan af var eg undir verndarvæng þessa mikla félags,
það bar mig á örmum sér og gætti þess, að eigi steytti
eg fæti mínum við steini. The Canadian Pacific er ríki
í ríkinu. Hefir það mest allra unnið að því, að gera
Canada byggilegt land. Þegar félagið tók að sér það
þrekvirki að leggja járnbraut um þvera Canada, frá
hafi til hafs, fékk það meðal annars umráð yfir breiðri
ræmu Iands, meðfram brautinni á báðar hliðar. Félagið
er geysi-auðugt, má telja það hafi á hendi alla flutn-
inga og samgöngur um landið, að því og frá. Hefir
það fjölda skipa í förum bæði austan og vestan megin-
lands Ameríku.
Látid í haf. Lestin rann fram á hafnargarðinn í Liver-
pool. Þar beið »hið góða skip« »MontcaIm« reiðubúið
að taka við farþegunum. Farþegar svo hundruðum skifti