Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 48

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 48
270 Inga L. Lárusdóttir. IÐUNN En er leið á daginn dró fyrir sólu og tók að hvessa. Þar með var þilfarssetum lokið þá vikuna. En bót í máli að inni var rúmgott og vistlegt. í hafi. Langt var frá því, að nú væri framundan heil vika tilbreytingalausra daga. Ekki fyrir okkur I. C. W. konurnar. í förinni voru konur, er sjálfkjörnar voru til að vera leiðtogar, Dr. Ogilvie Gordon, 1. varaforseti I. C. W. og Mrs. Morgan, forseti Englandsdeildarinnar. Þegar manntal var tekið kom í ljós að hér voru 68 konur, frá 12 löndum, á leið til Washington. A hverj- um degi voru fundir til að ræða málin, er biðu okkar þar, segja fréttir frá deildunum o. s. frv. — Það kvisaðist fljótlega meðal hinna farþeganna, að alt þetta kvenfólk lokaði sig inni í dagstofunni milli miðdegis- tes og miðdegisverðar. Karlmennirnir sögðust strax hafa veitt því eftirtekt hve margt væri með »distingvish- looking* kvenna og skipstjóri kom að máli við forstöðu- konurnar og bað um að haldinn yrði fundur, sem allir mættu hlýða á. Þetta var gert, en þá var beðið um annan seinna. Var hann haldinn næstsíðasta daginn. Að honum loknum kom einn farþega, roskinn maður, eflaust auðugur, er átti heima vestur í landi og bauð Mrs. G. Morgan að kosta för hennar og þeirra, er hún veldi með sér, ef hún vildi ferðast þangað vestur og boða. þar stefnu og tilgang I. C. W. Fór Mrs. Morgan og fjórar konur aðrar þessa för að fundinum i Washing- ton loknum. A hverju kvöldi var af hálfu yfirmanna skipsins stofn- að til skemtana: hljómleika, myndasýninga eða dansleika. A hverjum degi lá fréttablaðið við hvern disk og með því komu fregnir um síðustu viðburðina utan úr heimi. Um það, er fram fór umhverfis varðist blaðið allra frétta. Meðan þessu fór fram inni, hamaðist veður og vindur

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.