Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 54

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 54
276 Inga L. Lárusdóttir: IÐUNN kvæmdasöm og mannkoslum búin. Gerði hún meðal annars algerlega endurbót á hjúkrunarmálum landsins og stofnaði hjúkrunarkvennafélagið »Victoria-nurses«, sem starfar um alla Canada. Sömuleiðis stofnaði hún kvenna- ráð Canada og var ein af stofnendum Alþjóðaráðs- kvenna, er stofnað var meðan hún dvaldi þar vestra. Þótt sumt gleymist og margt renni saman í endur- minningunni geymast heildaráhrifin. Hér mátti heyra ýmsa helstu stjórnmálamenn landsins tala. Þeir töluðu um þann heiður, er það væri landi þeirra að svo margar konur, frá því nær öllum ríkjum hins gamla heims, sækti það heim. Konur er ferðast höfðu langar leiðir til að bera saman ráð sín um það, hvað líklegast væri til við- reisnar mannkynsins. Og mér er ógleymanlegt hve mjög þeir hétu á konurnar að bregðast eigi því máli, er þær öðrum frekar gætu haft heillavænleg áhrif á, og hve einarðlega helstu stjórnmálamenn Canada játuðu friðar- hugsjóninni hollustu sína. Þegar suður fyrir landamærin kom kvað við nokkuð annan tón. Þing Canada er í tveim deildum. Þingfundur stóð yfir í neðri deild. Af áheyrendasvölunum leit eg yfir sal- inn. Og mér datt í hug kvöldfundur í neðri deild annars margfalt minna þings. Eg gat ekki varist þeirri hugsun, að hér gæfi að líta muninn á virðingu og virðingarleysi. Og eg spurði sjálfa mig hvor betur mætti við því, að sýna æðstu stofnun sinni lítilsvirðingu, kotríkið út á tak- mörkum Atlantshafs og íshafs — eða hið mikla ríki, er ber hið veglega nafn, Dominion of Canada. Sömu áhrifa gætti í efri deild. Inn fyrir viss takmörk mega óviðkom- andi menn eigi stíga. Toronto er næsti áfanginn. Landið er hæðótt, skógar, klapparholt og 'glyttir hér og þar í smá-vötn. Finsku konunum og þeim frá Eystrasaltslöndunum, finst þær

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.