Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 57

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 57
IÐUNN Brot úr ferðasögu. 279 ur af stallinum. Annar fossinn er skeifumyndaður — The Horseshoe-Fall — og er hann tilkomumeiri en hinn. Fyrir neðan fossana fellur áin í þröngum stokk, og svipar allri afstöðu hér töluvert til Gullfoss. Beggja vegna ár- innar eru mannvirki mikil, því hér er mesti afl- og ljós- gjafi á þessari jörð. 011 eru þau mannvirki til lýta, en þó kveður meira að því að sunnanverðu. Við kveðjum Canada-vini vora á The international Brigde, en nú taka aðrir við okkur. Tíminn er nægur að skoða sig um. Eg stend við rætur fossins. Úðinn er kaldur og fúll og rennvætir hendur og andlit. I gljúfrinu liggur óhreint hjarn. Hér er óvistlegt. Eg hverf inn til lyftivélarinnar sem skilar mér aftur ofanjarðar. Sú vél hefir nóg að starfa. Árlega koma hingað ferðamenn svo hundruðum þúsunda skiftir, að sjá hinn fræga Nia- gara-foss. Hann vantar sjaldan áheyrendur að hrika- söng sínum. Bandaríkjamegin er verksmiðjubær mikill — Niagara- Falls — þar dvöldum við fram eftir kvöldinu en héldum síðan til Buffalo og þaðan með næturlest til Washington. Áætluninni var breytt á síðustu stundu. New-Vork tekin »út af dagskrá*, og létu flestar sér það vel líka, því gott var að mega »eiga með sig sjálfur* einn dag. Við komum til Washington fyrri hluta dags og var hverjum vísað til síns samastaðar. En nú voru það gistihús sem við okkur tóku. Þau voru ágæt, en þó alt annað en heimilin. The city beautiful — borgin fagra — er hún kölluð og er eigi ofmælt. Hér hefir eigi verið kastað til neins höndunum. Eins og aðrir amerískir bæir, er borgin mjög skipulega bygð. Strætin skera hvert annað þráðbeint, gegn um það net er dregið annað skáhalt — eins og demantsspor. Þar sem breiðu skágöturnar — avenues —

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.